Leita í fréttum mbl.is

Kynning á atriði á Blúshátið 4-9 apríl. Blús í miðbænum laugardagur 4. Apríl . Nú fjölmennum við í bæinn

Nú styttist í Blúshátíð sem hefst laugardaginn 4. Apríl þegar við mætum öll í miðbæinn söfnumst saman á blúsdeginum og eigum góðan dag saman. Dagskráin á Café Rósenberg Klúbbi Blúshátíðar  er að smella saman og verður kynnt fljótlega en hér að neðan er dagskrá laugardagsins 4.4 Ef menn vilja vera með , spila þennan dag eða gera eitthvað verið í bandi við Blúshátíð netfang bluesfest@blues.is                 Dagskrá blúshátíðar er á www.blues.is Miðasala er í fullum gangi á www.midi.is  tryggið ykkur miða Blúsmiðinn er að verða uppseldur. Blúsmiðinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðgang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavik Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.
  

Blús í miðbænum laugardagur 4. Apríl

• Laugardaginn 4. Apríl kl 13.00 - 17.00 • Blúsdagskrá, í verslunum og á götum úti 13 - 17 •Nordic All Stars Blues Band heimsækir fangelsið á no 9 kl 13 • Bláir gjörningar við styttu Leifs Eiríkssonar kl 13.30 Akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur kl 14.00 niður Skólavörðustíg og Bankastræti og rúntinn sem endar á bílasýningu á Lækjartorgi sem er til c.a 15.30. Lagt af stað frá stutt frá styttu Leifs Eiríkssonar. Bílasýning Krúserklúbbs Reykjavíkur á Lækjartorgi milli 14.15-15.30 www.kruser.is   Blúsáhaldagangan leggur af stað kl 14.15 frá Eggerti feldskera niður Skólavörðustíg og Bankastræti. •Hópur blúsara fer með lifandi blús í verslanir og á kaffihús. Allt getur gerst ! • Gítarsýning opnuð í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti kl. 15.00

• Klúbbur Blúshátíðar opnaður á Café Rósenberg kl 17.00

Laugardaginn 4. Apríl Café Rósenberg frá kl 21 – 01, Klúbbur Blúshátíðar Miðasala fer fram við inngang  Hrund Ósk Árnadóttir og Park Project

PARK PROJECT er skipuð landsþekktum tónlistarmönnum þeim:

Pálma Gunnarssyni bassaleikara, Gunnlaugi Briem trommuleikara, Agnari Má Magnússyni hljómborðs-/hammondleikara og Kristjáni Edelstein gítarleikara. Hrund Ósk Árnadóttir er án efa  ein allra efnilegasta blús- og jazzsöngkona sem komið hefur fram á síðustu árum.Hrund Ósk Árnadóttir kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum þegar hún vann með eftirminnilegum hætti söngkeppni framhaldskólanna með flutningi sínum á The Saga of Jenny eftir Kurt Weil. Eftir menntaskólanám tók við nám í Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún útskrifast á þessu ári og tónleikahald á hinum ýmsu jass- og blúshátíðum vítt og breitt um landið. Park Projekt er nokkurra ára gömul sveit stofnuð á Akureyri af Pálma Gunnarssyni og Krisjáni Edelstein … sveitin hefur leikið á tónleikum á Íslandi, á Grænlandi, í Danmörku og í Þýskaldandi. Park Projekt vinnur nú að disk með Hrund Ósk Árnadóttir sem kemur út á vormánðum.Danni & Jón IngibergEitt sinn voru ungir og efnilegir blúsmenn, þeir Danni og Jón Ingiberg á Blúshátíð 2005 og vottuðu Robert Johnson virðingu sína með nokkrum lögum við góðar undirtektir viðstaddra, nú eru þeir orðnir fullorðins og útskrifaðir listamenn.The Lame Dudes

The Lame Dudes spila blús og blúskennda tónlist, megnið af væntanlegum geisladiski “Hversdagsbláminn”, blús lög með íslenskum textum eftir Hannes Birgi Hjálmarsson. Auk þess spilar hljómsveitin þekkta blússtandarda eftir meistara blústónlistarinnar.

Stofnendur The Lame Dudes eru þeir Hannes Birgir Hjálmarsson og Snorri Björn Arnarson. Samkvæmt þjóðsögunni er sagan um upphaf sveitarinnar eftirfarandi: (af Facebook og www.myspace.com/thelamedudes Leynigestir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband