4.4.2007 | 03:47
Hoodoo & Hoochie Coochie
Þeir mættu báðir á fyrsta kvöldi Blúshátíðarinnar og margir fleiri - stýfðir, stoltir, lúbarðir og lukkulegir. Ég er auðvitað að tala um karakterana í blúsnum, persónur og leikendur. Best að segja eins og er: Fyrsta kvöldið var frábært. Ungliðarnir byrjuðu á Nordica; nojararnir Jolly Jumper og Big Moe, spiluðu nokkur lög, KK og Frakkarnir spændu allt upp í stuði og blúsdrottningin Andrea geislaði eins og krúnudjásn kvöldsin. Djö... hvað hún var mögnuð.
Það fór auðvitað ýmislegt úr böndunum í þessari taumlausu gleði, það var einfaldlega svo gaman. Ekki hægt að stoppa.
Klúbburinn á Domo byrjaði þess vegna ekki fyrr en eftir auglýstan tíma. Þeir sem höfðu ekki verið á Nordica og höfðu beðið á Domo frá tíu hefðu kannski haft ástæðu til að kvarta, ef ekki hefði það gerst að aðalgestur hátíðarinnar, Ronnie Baker Brooks, stigi upp á svið á eftir ungliða kvöldsins, og bara byrjað. Ótrúlega góður gæi. Þetta var samt allt á stilltu nótunum, þar til Jóhann Hjörleifsson Blúsmaður Andreu reif upp stuðið og keyrði allt í botn með samtíningi af hljóðfæraleikurum: bassaleikara RBB, Dóra Braga og Gumma P og RBB sjálfum. Þegar allir héldu að allt væri að verða búið, kallaði hann í Andreu sem toppaði í annað skipti á kvöldinu.
Heitt, heitt, heitt, og myljandi fjör.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.