Leita í fréttum mbl.is

Orðlaus!

Kentár á NordicaEinhver óforskammaður spekingur sagði að orðin hefðu verið fundin upp til að lýsa augnablikum sem þessum.  Getur það verið satt?  Tónleikarnir í gærkvöldi með Kentár og Ronnie Baker Brooks og hljómsveit hans voru þannig móment að að jafnvel harðsvíraður blúshaus hefur verið orðlaus síðan - alla vegar þar til nú, meir en hálfum sólarhring síðar.

Kentár rúllaði sínu prógrammi upp með stæl, Matti gítarleikari í banastuði og Siggi aldrei betri á munnhörpuna.  Þétt sánd og gott grúv.

Flottur! Carlton ArmstrongSvo komu þeir.  Ronnie Baker Brooks og bandið hans, og þvílíkt og annað eins! Ronnie er náttúrutalent, algjört sjarmatröll, og það sem skiptir öllu máli, blúsinn er í honum, hann ER blúsinn.  Þeir voru ekki lengi að taka salinn með húð og hári.  Stemmingin var rosaleg. Ný lög og gömul, skipti engu máli hvað það var.  Innilfuð spilamennskan hitti fólk beint í hjartað og greinilega líka mjaðmir og axlir, því sumir í salnum áttu augljóslega erfitt með að sitja kyrrir og dönsuðu í sætunum, klöppuðu og stöppuðu og létu öllum illum látum.  Rytmadeildin var stórkostleg.  Bassaleikarinn, Carlton Armstrong var magnaður og hálslangi bassinn eins og lifandi líffæri utan á honum; Jerry Porter snillingur á trommurnar og spilamennskan hjá hljómborðsleikaranum Daryl Coutts var annars heims. Ronnie Brooks toppaði þetta með sinni tæru snilli og salurinn lá flatur.  Þrátt fyrir rafmagnaða stemminguna í salnum, þurfti ekki meira til en pianissimo spil, og það hefði mátt heyra saumnál detta á  - já, teppalagt gólfið á Nordica. RBB útí sal

Ronnie fór út í sal undir lok tónleikanna og hyllti Zoru Young með heitum ástaratlotum á gítarinn sinn, var svo kominn upp á borð, lengst útí sal áður en yfir lauk.  Í lokin kallaði hann á Dóra Braga með sér á sviðið og þið getið bara giskað hvort þeir hafi ekki verið flottir.Dóri og Ronnie Baker Brooks

Það var engin stemming fyrir því að hætta þegar prógrammið var búið, salurinn æpti á meira. RBB lét að sjálfsögðu til leiðast og tók einn þrumandi rokkblús í lokin.

Vonandi koma þessir snillingar fljótt hingað aftur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband