5.4.2007 | 16:08
Orđlaus!
Einhver óforskammađur spekingur sagđi ađ orđin hefđu veriđ fundin upp til ađ lýsa augnablikum sem ţessum. Getur ţađ veriđ satt? Tónleikarnir í gćrkvöldi međ Kentár og Ronnie Baker Brooks og hljómsveit hans voru ţannig móment ađ ađ jafnvel harđsvírađur blúshaus hefur veriđ orđlaus síđan - alla vegar ţar til nú, meir en hálfum sólarhring síđar.
Kentár rúllađi sínu prógrammi upp međ stćl, Matti gítarleikari í banastuđi og Siggi aldrei betri á munnhörpuna. Ţétt sánd og gott grúv.
Svo komu ţeir. Ronnie Baker Brooks og bandiđ hans, og ţvílíkt og annađ eins! Ronnie er náttúrutalent, algjört sjarmatröll, og ţađ sem skiptir öllu máli, blúsinn er í honum, hann ER blúsinn. Ţeir voru ekki lengi ađ taka salinn međ húđ og hári. Stemmingin var rosaleg. Ný lög og gömul, skipti engu máli hvađ ţađ var. Innilfuđ spilamennskan hitti fólk beint í hjartađ og greinilega líka mjađmir og axlir, ţví sumir í salnum áttu augljóslega erfitt međ ađ sitja kyrrir og dönsuđu í sćtunum, klöppuđu og stöppuđu og létu öllum illum látum. Rytmadeildin var stórkostleg. Bassaleikarinn, Carlton Armstrong var magnađur og hálslangi bassinn eins og lifandi líffćri utan á honum; Jerry Porter snillingur á trommurnar og spilamennskan hjá hljómborđsleikaranum Daryl Coutts var annars heims. Ronnie Brooks toppađi ţetta međ sinni tćru snilli og salurinn lá flatur. Ţrátt fyrir rafmagnađa stemminguna í salnum, ţurfti ekki meira til en pianissimo spil, og ţađ hefđi mátt heyra saumnál detta á - já, teppalagt gólfiđ á Nordica.
Ronnie fór út í sal undir lok tónleikanna og hyllti Zoru Young međ heitum ástaratlotum á gítarinn sinn, var svo kominn upp á borđ, lengst útí sal áđur en yfir lauk. Í lokin kallađi hann á Dóra Braga međ sér á sviđiđ og ţiđ getiđ bara giskađ hvort ţeir hafi ekki veriđ flottir.
Ţađ var engin stemming fyrir ţví ađ hćtta ţegar prógrammiđ var búiđ, salurinn ćpti á meira. RBB lét ađ sjálfsögđu til leiđast og tók einn ţrumandi rokkblús í lokin.
Vonandi koma ţessir snillingar fljótt hingađ aftur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.