6.4.2007 | 02:21
Kvennablús í rauðu
Þriðji í Blúshátíð liðinn með enn einum flottum tónleikum á Nordica og góðu blúsdjammi á Domo.
Klassart heitir ungliðabandið sem byrjaði á Nordica, systkin frá Sandgerði og nokkrir strákar með. Söngkonan er svakalega efnileg, var í svörtum kjól og rauðum skóm. Lay Low kom á eftir, og á einu blúsári hefur hún vaxið frá því að vera efnileg, í það að vera fullgildur listamaður með karakter og stíl.
Zora Young og Blue Ice Bandið áttu stærstan hluta kvöldsins. Zora var toppurinn á þessu kvennakvöldi og hún er algjörlega toxic. Svona söngur heyrist ekki á Íslandi nema endrum og sinnum - það má treysta því að hann heyrist á Blúshátíð. Og bandið bakkaði hana upp fullkomlega. Frábært að heyra hana syngja bæði Damn your eyes og Messing with the kid. Blúsdottningin sagði að það væri best að syngja blús í rauðu - hún var i rauðum kjól.
Blúsdjammið á Domo var virkilega gott. Blásarar voru í aðalhlutverkum framan af. Angela, fín blússöngkona sem býr á Norðurlandinu reið á vaðið. Því næst kom Didda á sviðið og söng nokkur lög, og svo Andrea, blúsdrottningin okkar.
Afslappað blúskvöld - mjög notalegt og gott.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.