Leita í fréttum mbl.is

On the road again

Zora var stórkostlegBlue Ice Bandið og Zora Young bruna nú eftir þjóðvegum Jótlands gegnum skóga og vorgrænar sveitir á leið til Árósa, þar sem þau eiga að spila eftir skamma stund á Djurs Bluesland hátíðinni. 

Eftir örfárra klukkustunda svefn vaknaði liðið og lagði í hann frá Nordica kl. 5 í morgun.  Það var flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Álaborgar. Robbi bassaleikari var settur í það að passa Zoru sérstaklega, svo hún týndist ekki aftur. Ferðalagið tók á mannskapinn, enda varla nema örfáir tímar síðan þau voru að spila hér heima.  Dóri var við það að missa röddina og Zora líka.  Bjargræðið var þó ekki langt undan. Í bílnum dró Robbi upp þorskalýsisflösku og hellti í Zoru, og bílstjórinn bætti um betur með dönskum töfrahálstöflum.  Síðast þegar spurðist voru allir í góðum gír og til í slaginn á eftir.

 

Fréttir af tónleikunum í Danmörku verða að sjálfsögðu á Blúsblogginu síðar í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband