Leita í fréttum mbl.is

Blúsinn tengir kynslóðirnar

Það var eftirtektarvert á Blúshátíðinni um daginn að það var langt frá því að vera einhver ein kynslóð sem sótti hana.  Miðaldra fólk kom með foreldra sína, og fólk á sama aldri kom með börnin sín.  Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður toppaði þetta með því að mæta með afa sinn aldraðan, sem virtist skemmta sér vel.  Blúshátíð barst eftirfarandi bréf frá Vilborgu Ölversdóttur:

 

Ég vil þakka fyrir alveg sérstaklega frábær blúskvöld í dimbilviku á Nordica þar sem ég og sonur minn nutum þeirra allra í tætlur, td. á heimleið fimmtudagskvöldið var unglingurinn ekki viðræðu hæfur því hann var sem í losti yfir Zoru Young hún hreyfði þvílíkt við honum, enda alveg stórkostleg díva. Ég er sammála um að allir listamennirnir sem komu fram á hátíðinni eru frábærir og á heimsklassa. Við mætum örugglega næsta ár á Blúshátíð

Kærar blús kveðjur

Vilborg Ölversdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband