Leita í fréttum mbl.is

Blátt áfram niđandi blá ţrá í Ţrándheimi

Landnám íslenskra blúsmanna í austuvegi er hafiđ.  Öfugţróun kunna sumir ađ sega, viđ yfirgáfum jú Noreg á sínum tíma, en ţví er nú ekki ađ heilsa, ţar sem blúsmannlegt bróđerni einkennir íslensku innrásina ţar nú.  Blúshátíđin í Niđarósi er hafin, og klukkan hálf fjögur í morgun lagđi Blue Ice Bandiđ af stađ yfir hafiđ og alla leiđ til Ţrándheims.  Ţangađ voru ţćr komnar dívurnar ţrjár, Zora Young, Deitra Farr og Grana' Louis, sem sungu međ okkar mönnum á Blúshátíđ í Reykjavík í fyrra.

Varla var okkar fólk lent ţegar falast var eftir ţví ađ íslensku blúsmennirnir og ţćr amerísku kćmu fram í beinni útsendingu NRK, norska ríkisútvarpsins, sem var á stađnum ađ fylgjast međ hátíđinni.  Dívurnar voru ţreyttar eftir ferđalagiđ, en Blue Ice Bandiđ munađi ekkert um ađ taka tvö lög og snarstefjuđu heilmikinn blúsbálk međ Niđaróss-shuffle hinu rammara, og brjálađi hammondsnillingurinn Davíđ Ţór Jónsson, sem er međ međ Blue Ice Bandinu í för, framdi hvern blámagnađa hljóđskúlptúrinn af öđrum ađ hćtti hćtti blúsmanna í Niđarósi til forna, ! jafnvel stórfenglegri en sjálfa Niđarósdómkirkju í öllu sínu aldagamla veldi.

Ekki nóg međ ţetta.  Vegna forfalla norsks blúsbands voru blúsmenn okkar góđfúslega beđnir ađ hlaupa í skarđiđ í kvöld, og eru ţví ađ spila í ţessum skrifuđu orđum, rétt áđur en Los Lobos stíga á sviđ.

Ađ sögn Halldórs Blúsmanns Bragasonar voru móttökur Norđmanna í dag ákaflega góđar, vel um alla hugsađ, gríđarleg stemmning á hátíđinni, sem fram fer á Radisson SAS hótelinu, og ađbúnađur eins og best verđur á kosiđ.  Nojarar kunna ekki aura sinna tal og ţótt velmegunin geri ţađ ađ verkum ađ ţeim finnist ef til vill vanta smá blús í ţjóđarsálartetriđ, ţá taka ţeir slaginn međ trompi og leggja allt í sölurnar til ađ gera ţessa sjöundu Niđaróshátíđ eins vel úr garđi og hugsast getur.  Ţarna eru stórstjörnur úr öllum áttum, og nćgir ađ nefna auk okkar fólks auđvitađ, og Los Lobos, sem á var minnst, alla helstu blúsfrömuđi Norđurlanda, Ike Turner, Ladysmith Black Mambazo, Otis Grand međ Stórsveit Ţrándheims, James Hunter, Howard Tate og fleiri.

RadisonSAS 

Á morgun eru svo ađaltónleikar amerísku blúsdrottninganna og Blue Ice Bandsins, og hér eru ţćr Zora, Grana' og Deitra međ Vinum Dóra á Blúshátíđ í Reykjavík 2006. 

Zora, Grana og Deitra á Blúshátíđ í Reykjavík 2006 

Kíkiđ hingađ aftur um helgina - hér verđur bein lína til Niđaróss. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband