27.4.2007 | 22:21
Blátt áfram niðandi blá þrá í Þrándheimi
Landnám íslenskra blúsmanna í austuvegi er hafið. Öfugþróun kunna sumir að sega, við yfirgáfum jú Noreg á sínum tíma, en því er nú ekki að heilsa, þar sem blúsmannlegt bróðerni einkennir íslensku innrásina þar nú. Blúshátíðin í Niðarósi er hafin, og klukkan hálf fjögur í morgun lagði Blue Ice Bandið af stað yfir hafið og alla leið til Þrándheims. Þangað voru þær komnar dívurnar þrjár, Zora Young, Deitra Farr og Grana' Louis, sem sungu með okkar mönnum á Blúshátíð í Reykjavík í fyrra.
Varla var okkar fólk lent þegar falast var eftir því að íslensku blúsmennirnir og þær amerísku kæmu fram í beinni útsendingu NRK, norska ríkisútvarpsins, sem var á staðnum að fylgjast með hátíðinni. Dívurnar voru þreyttar eftir ferðalagið, en Blue Ice Bandið munaði ekkert um að taka tvö lög og snarstefjuðu heilmikinn blúsbálk með Niðaróss-shuffle hinu rammara, og brjálaði hammondsnillingurinn Davíð Þór Jónsson, sem er með með Blue Ice Bandinu í för, framdi hvern blámagnaða hljóðskúlptúrinn af öðrum að hætti hætti blúsmanna í Niðarósi til forna, ! jafnvel stórfenglegri en sjálfa Niðarósdómkirkju í öllu sínu aldagamla veldi.
Ekki nóg með þetta. Vegna forfalla norsks blúsbands voru blúsmenn okkar góðfúslega beðnir að hlaupa í skarðið í kvöld, og eru því að spila í þessum skrifuðu orðum, rétt áður en Los Lobos stíga á svið.
Að sögn Halldórs Blúsmanns Bragasonar voru móttökur Norðmanna í dag ákaflega góðar, vel um alla hugsað, gríðarleg stemmning á hátíðinni, sem fram fer á Radisson SAS hótelinu, og aðbúnaður eins og best verður á kosið. Nojarar kunna ekki aura sinna tal og þótt velmegunin geri það að verkum að þeim finnist ef til vill vanta smá blús í þjóðarsálartetrið, þá taka þeir slaginn með trompi og leggja allt í sölurnar til að gera þessa sjöundu Niðaróshátíð eins vel úr garði og hugsast getur. Þarna eru stórstjörnur úr öllum áttum, og nægir að nefna auk okkar fólks auðvitað, og Los Lobos, sem á var minnst, alla helstu blúsfrömuði Norðurlanda, Ike Turner, Ladysmith Black Mambazo, Otis Grand með Stórsveit Þrándheims, James Hunter, Howard Tate og fleiri.
Á morgun eru svo aðaltónleikar amerísku blúsdrottninganna og Blue Ice Bandsins, og hér eru þær Zora, Grana' og Deitra með Vinum Dóra á Blúshátíð í Reykjavík 2006.
Kíkið hingað aftur um helgina - hér verður bein lína til Niðaróss.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.