28.4.2007 | 15:22
Ike Turner flengdur
Þrándheimur dansaði sig í rús í frávita gleði á tónleikum Blue Ice Bandsins á Blúshátíðinni í Niðarósi í gærkvöldi. Forsvarsmenn hátíðarinnar horfðu forviða á, enda ekki vaninn að gestir hátíðarinnar tjái lífsgleði sína með svo dramatískum hætti. Fyrir framan sviðið fylltist sem sé allt af fólki sem var ekkert að spá í annað en að fíla kraftinn í bandinu.
Það virðist vera einhver lenska á þessum slóðum að skilgreina alla hluti EINS OG... eitthvað annað, og voru norsku blússpekúlantarnir á því að The Blue Ice Band væru helst "eins og" Cream og Canned Heat. Svosem ekkert leiðum að líkjast, en við hér vitum nú betur. Auðvitað eru íslensku blúsmennirnir fyrst og fremst sjálfum sér líkir, og hafa sinn karakter og stíl á tæru.
En, eins og ég sagði í gær, þá var þetta gigg nú bara prufukeyrsla, svona uppfylling í staðinn fyrir norskt band sem datt úr skaftinu. Aðaltónleikarnir, með dívunum þremur verða í kvöld.
En það eru ekki bara norskir útvarpshlustendur sem njóta aukaverkefna Blue Ice Bandsins í þessu ferðalagi, því í dag verða þeir dregnir inn á fund norskra bankastjóra sem sýsla með mál Olíusjóðsins norska, en þetta fá þeir fyrir sinn snúð sem aðalstyrktraðilar hátíðarinnar. Dívurnar verða með, og bandið á að flytja þrjú lög. Hvernig er það, eru íslensku blúsmennirnir ekki "field-niggers" frekar en "house-niggers" - hvað skyldu þeir nú spila fyrir norska olíufursta?
Ike Turner mætti á svæðið í gær og það umturnaðist allt, allir á nálum um að gera stjörnunni til hæfis. Svart ský af meðvirkum aðstoðarmönnum og "allt í lagi" gaurum hringsóluðu í kringum hann eins og maurar kringum drottningu sína. Dietra Farr og Davíð Þór ætla að taka Ike afsíðis í dag og flengja hann rækilega fyrir meðferðina á Tinu.
En af því að okkar fólk er að spila fyrir olíufurstana norsku, riðlast allar tímasetningar á hljóðprufum, og Blue Ice Bandið getur ekki mætt í sína hljóðprufu fyrr en eftir olíugiggið. Það þýðir það að Ike þarf að bíða meðan okkar menn ljúka sér af. Skyldi mauraþúfan lifa það stress af?
Annars hafa íslensku blúsmennirnir tekið daginn rólega og skoðað Þrándheim í morgun, og finnst hann fagur, ekki síst dómkirkjan, sem þeir segja jafn stórbrotna og sögur herma.
Og á myndinni hér fyrir ofan eru Dóri og Deitra á Blúshátíð í Reykjavík 2005.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1160
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
juliusvalsson
-
gudnim
-
sax
-
begga
-
elinora
-
daath
-
kjarvald
-
jakobsmagg
-
palmig
-
bbking
-
kallimatt
-
johannbj
-
isdrottningin
-
asarich
-
vestfirdir
-
esv
-
vefritid
-
juljul
-
snorris
-
theld
-
annabjo
-
hof
-
arnaeinars
-
malacai
-
andres
-
acefly
-
austurlandaegill
-
saxi
-
coke
-
skinkuorgel
-
holmdish
-
mrsblues
-
ingvarvalgeirs
-
jensgud
-
kafteinninn
-
ketilas08
-
kiddirokk
-
larahanna
-
lindagisla
-
meistarinn
-
mariaannakristjansdottir
-
martasmarta
-
toshiki
-
vorveisla
Athugasemdir
Er þetta ekki líka dálítið "meðvirkt" blog?
Bestu
kveðjur til Noregs frá Eyjólfi "Dr Glám"
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 15:58
Jú, rétt til geið Eyjólfur, það er fullkomlega meðvitað að þetta er meðvirkt blogg, jafnvel meðsekt. Hvort það þarf á meðferð að halda er annað mál, það hefur reynst vera nokkuð meðfærilegt, og til þess er ætlast að hér sé upplýsingastreymi um Blúshátíð í Reykjavík og anga hennar meðlægt... þ.e. ef þú ert flámæltur.
Kær kveðja og takk fyrir dugnaðinn við að líta við.
Blúshátíð í Reykjavík, 28.4.2007 kl. 16:53
Þetta er svo meðvitað að meðferð er óþörf!
Bestu kveðjur Eyjólfur sem er sekur um að hafa farið á X hundruð tónleika með Vinum Dóra
Þetta er auðvitað allt með
á vör.
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:08
Þar sem yngri lærisveinar Pintops Perkins f. 1913 þeir Dóri og Gummi hafa trúlega lokið sér af og Ike Turner sem líka var "skólaður" af þeim gamla er trúlga enn að spila leyfi ég mér að setja link á Pinetop leika árið 2005 (ef þetta má ekki þá látið mig vita)
http://www.youtube.com/watch?v=UJnqcQmPAMo
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.