29.4.2007 | 14:16
Niðarós í álögum
The Blue Ice Band og dívurnar Grana' Louis, Deitra Farr og Zora Young komu, sáu og sigruðu og Blúshátíðinni í Niðarósi í gærkvöldi. Salurinn var stútfullur af fólki - færri komust að en vildu, og troðið í öllum gættum og gáttum. Tónleikarnir stóðu í einn og hálfan tíma, hver söngkona fékk hálftíma, Grana' byrjaði og tók salinn samstundis. Deitra tók næst við kyndlinum hélt uppi stemmningunni með okkar mönnum, og þegar Zora kom inn á sviðið og mælti: "All your love", náði blúsfílingurinn hámarki. Hún gaf allt í sönginn, og stemmningin í salnum var rosaleg. Þetta var algjörlega toppurinn á kvöldinu, "mögnuð upplifun", að sögn Dóra. Kannski að það hafi haft einhver áhrif á að magna töframátt kvöldsins, að hann var með Fender Blackface magnara sem eitt sinn var í eigu Frank Zappa.
"Rosalegir tónleikar", segja Blue Ice mennirnir og brjálað fjör. Ehh... það var alla vega ekki hægt að hætta þegar tónleikarnir voru búnir. Blue Ice Bandið vippaði sér yfir í blúsklúbbinn og djammaði þar og lék sér af lífs og sálar kröftum. Og til að gera fjörið betra, var Davíð Þór ýmist á bassa eða trommum, Dóri á hammondinum og Gummi P. söng - believe it or not: La Bamba! Hefðuð þið ekki viljað sjá þá uppákomu?
Þegar blúsklúbbnum lauk, var ekki um annað að ræða en að færa sig yfir í næsta sal, og þar munaði Davíð Þór ekki um að leika Goldbergtilbrigði Bachs, til að gleðja nærstadda. Undir morgun lauk gleðinni með því að íslenski þjóðsöngurinn var sunginn við harmónikkuundirleik.
Það skal tekið fram að Íslendingarnir kíktu við hjá Ike Turner sem lék á eftir þeim, og þá var salurinn orðinn hálf tómur. Rytmakóngarnir hans ekkert að gefa í leikinn, allir á nálum kringum ofurstjörnuna, - ef ekki bara skíthræddir. Fyndnasta atriðið á tónleikum hans var þegar einhver pía kom fram á sviðið og strauk og klappaði Mr. Ike í bak og fyrir. Jú, vissulega er Ike Turner íkon og hall of fame rokkari, en eitthvað hefur undan látið síðan hann var upp á sitt besta.
Nú eru dívurnar lagðar af stað vestur um haf til Chicago og bandið líka, allir nema Dóri, sem þingar með Þrándheimsku blúsmafíunni í kvöld og á morgun, og þar verður að sjálfsögðu lagt á ráðin um frekari heimsyfirráð blússins - ja, alla vega á Norðurlöndunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Athugasemdir
Takk fyrir mig!
Ég hlakka til að lesa næsta BLUESNEWS (Það er blúsblaðið í Noregi)
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.