Leita í fréttum mbl.is

Gengið í björg

"Ég fæ  hroll aftan í hálsinn og upp í hnakka," sagði daman á barnum á Jólablús Vina Dóra í gærkvöldi.  Hún lýsti þessu vel.  Stemmningin var ótrúleg, Vinirnir í sínu allra besta formi, og gestirnir, KK og Björgvin Gíslason alveg svakalega góðir.  Það var líka heillandi að ganga inn í þennan sal, Rúbín í Öskjuhlíðinni, eins og að ganga í björg til fundar við álfakónginn, töfrana, gullið hans og láta heillast - verða ekki samur aftur.  Þannig spiluðu Vinir Dóra líka. Tónlistin var fjársjóðurinn sem stirndi á undir bláu berginu og kristalsljósunum.  Þeir voru þéttir, hurfu gjörsamlega inn í tónlistina sjálfir og urðu eitt með henni, grúvið rosalegt og erfitt að hemja sig í sætinu. 

Eric Clapton átti ekkert í Hand Jive-ið hjá þeim, og If you love somebody....  mmmm þar kom unaðshrollurinn sem bardaman talaði um. I ain't got you var magnað og tryllt stuð í Shake your Moneymaker....  og svona væri lengi hægt að telja. 

 Nú geta jólin komið. Þetta var fullkomið niðurlag á langri og strangri vinnuviku fyrir jól, það slaknaði á öllu, slökknaði á stressinu og eftir sat tóm hamingja og gleði, tónlist og unaður.

Oh yeah...

Gleðileg jól.

p.s. myndir og tóndæmi á blogginu hjá Júlíusi Valssyni

http://juliusvalsson.blog.is/blog/juliusvalsson/entry/397562/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband