25.2.2008 | 14:07
Enn að bætast við atriði á Blúshátíð í Reykjavík
BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2008
Hilton Reykjavík Nordica, býður öllum gestum Blueshátíðar 2008 tilboð á gistingu 17.-22.mars. Nánari upplýsingar, verð og bókanir í síma 444 4000 eða með tölvupósti icehotels@icehotels.is
Borðapantanir á Blúshátíð í Reykjavík
Veitingahúsið VOX á Hótel Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar
Borðapantanir Reservations vox@vox.is vox@vox.is Sími: 444-5050 Tel: 444-5050
Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.
Blúshátíð í Reykjavík 2008 18. 21. mars
Margt um að vera á Blúshátíð . Tónleikar verða á Hilton Reykjavik Nordica hóteli þriðjudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld kl. 20 og sálmatónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík að kvöldi föstudagsins langa, en öll kvöldin nema á föstudagskvöld verður starfræktur klúbbur Blúshátíðar á Rúbín og hefst dagskrá þar að stórtónleikum loknum, eða um kl. 22. Að vanda á Blúshátíð í Reykjavík samstarf við Blúsfélag Reykjavíkur að heiðra blúslistamann, en í fyrra hlaut KK þann heiður.
Fréttir á www.blues.is miðasala www.midi.is
netfang BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK bluesfest (hja) blues.is
Miðarnir renna út eins og lummurnar hennar ömmu, tryggið ykkur miða.
Magic Slim er einn af lifandi goðsögnum Chicagoblúsins, með djúpar rætur í suðrinu. Hann fæddist í Mississippi 1937, lærði á píanó, en varð að hætta þegar hann missti fingur við bómullartínslu, barn að aldri. Þá sneri hann sér að gítarnum og fór að spila blús. Um tvítugt fetaði hann í fótspor margra fátækra suðurríkjamanna og fór til Chicago. Hann reyndi að koma sér á framfæri í blúsborginni nýju, en þótti ekki nógu góður. Hann fór aftur suður, staðráðinn í að finna sinn eigin tón í rótum tónlistarinnar. Tíu árum síðar, árið 1965 sneri hann aftur til Chicago með hljómsveit sína, The Teardrops, og nú voru mótttökurnar allt aðrar og betri. Magic Slim and The Teardrops urðu á fáum árum eitt af heitustu böndunum í blúsnum, og gáfu út hverja plötuna á fætur annarri. Þegar annar gítarleikari bandsins, John Primer hætti til að gefa sig að eigin sólóferli, spáðu ýmsir því að dagar Magic Slims og Teardrops væru á enda, því sándið í bandinu myndi ekki jafna sig eftir brotthvarf Primers. Raunin varð önnur og margar bestu plötur þeirra hafa komið út síðasta áratuginn. Það þarf ekki að fjölyrða um það að koma Magic Slim and the Teardrops á Blúshátíð í Reykjavík er einn af hápunktum hátíðarinnar frá upphafi og um leið stórviðburður í sögu blústónlistarinnar á Íslandi.www.magicslimblues.com
Magic Slim er með þjár Blues Music Awards tilnefningar í ár með hljómsveit ársins, besti blúsmaður ársins og besta plata ársins.
Traditional Blues Male Artist of the Year
Bob Margolin
Hubert Sumlin
Lurrie Bell
Magic Slim
Nappy Brown
Phillip Walker
Historical Album of the Year
Blind Pig - The Essential Magic Slim - Magic Slim
Blue Witch - House Rockin' and Blues Shoutin' - Various Artists
Delmark - Kidney Stew Is Fine - Eddie "Cleanhead" Vinson
Delmark - Steady Rollin' Man - Robert Jr. Lockwood
Epic/Legacy - Breakin' It Up & Breakin' It Down - Muddy Waters, Johnny
Winter, James Cotton
Band of the Year
Lil' Ed & the Blues Imperials
Magic Slim & the Teardrops
Mannish Boys
Nick Moss & the Flip Tops Another great Chicago band!
Watermelon Slim & the Workers
In 2003 Magic Slim and the Teardrops were officially recognized as the finest blues band in the land when they won the coveted W.C. Handy Award as "Blues Band Of The Year." It was the sixth time Slim has won a Handy Award, considered the highest honor in the blues field.
2008 Blues Music Awards given by the Blues Foundation . Here's the list of nominations.
The Yardbirds
Hún er vagga ensku blúsbylgjunnar og gat af sér snillingana Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page, hljómsveitin Yardbirds er loks á leiðinni til Íslands og spilar á Blúshátíð í Reykjavík. Það er rétt að það má vissulega kalla Yardbirds vöggu ensku blúsbylgjunnar, en á sama tíma var bandið ein af fyrstu súpergrúppum rokksins, með því að vera ein mikilvægasta rannsóknarstofa síns tíma fyrir tilraunir með sérkenni og samruna blústónlistar, R&B og rokks. Niðurstöður gítarsnillinganna áðurnefndu úr þeim rannsóknum áttu eftir að gjörbreyta hugmyndum fólks um gítarinn og hlutverk hans í tónlistinni. Hljóðveröld gítarsins sá nýjar víddir, og nýjir möguleikar gítarleikaranna til þess að sýna virtúósíska takta breyttu ímynd gítarleikarans fyrir lífstíð.
The Yardbirds byrjuðu að spila saman upp úr 1960 undir hafninu Metropolis Blues Quartet í úthverfum Lundúna og voru fljótir að skapa sér nafn. Um tíma, eftir að Eric Clapton hætti í hljómsveitinni, voru þeir Jeff Beck og Jimmy Page báðir gítarleikarar hljómsveitarinnar. Örar mannabreytingar og ágreiningur um það hvert skyldi stefna í tónlistinni varð þó á endanum banabiti garðfuglanna, árið 1968. Árið 2003 var bandið lífgað við með nýjum gítarleikara, platan Birdland kom út, og nú túra þeir heiminn og sýna veröldinni hvað það var sem gerði Yardbirds stórkostlega grúppu.www.theyardbirds.com
Drottning Chicago blúsins Deitra Farr
Ein af bestu vinkonum íslenska blússins, Chicago dívan Deitra Farr , kemur líka á Blúshátíð í Reykjavík í vor. Deitra hefur oft komið til Íslands, síðast á Blúshátíð í Reykjavík 2006, og á Djasshátíð á Egilsstöðum í sumar þar sem hún söng með hljómsveitinni Riot og James Carter saxófónleikara. Deitra kom fyrst fram Djasshátíðinni fyrir austan árið 1992. Jón Hilmar Kárason framkvæmdasjóri hátíðarinnar sagði í Moggaviðtali fyrir tónleikana í fyrra, að þegar hún kom fyrst austur hefði Deitra verið alveg mögnuð. Eftir tónleika hennar og Vina Dóra á Blúshátíð í Reykjavík 2005 skrifaði Vernharður Linnet meðal annars: Lágvaxin og hnellin steig Deitra á svið eftir að Dóri og Gummi höfðu hellt úr tilfinningaskjólum Mississippidelta-blússins yfir okkur og hægasta tempóið hjá henni var medíum. Hún hefur fína blúsrödd, sterka og grófa einsog Bessie og allar Smith-stelpurnar. Deitra hreif mig mest þegar hún söng í klassískum blússtíl eins og Je me souviens og Black nights þar sem hún og Dóri fóru á kostum, bæði með hatta á höfði horfðust þau í augu meðan Dóri þandi gítarinn í ekta Chicago-blússóló og kyssti Deitru svo við dúndrandi gítartrillur. Deitra Farr hefur hlotið fjölda verðlauna og komið fram á blúshátíðum um allan heim. Hún kom hingað til lands árið 1992 og fór í tónleikaferð með Vinum Dóra og hljóðritaði með þeim lög á diskinn " Mér líður vel" sem er ófáanlegur. Þá var hún ung og efnileg en nú er hún orðin ein af bestu blússöngkonum heims.
Á tónleikum 2005 á föstudaginn langa söng Deitra Farr nokkra þekkta sálma upp úr sálmabók afa síns sem hún hafði tekið með sér að heiman og hreif áhorfendur með sér bæði í rólega íhugun og banastuð þegar hún söng sálminn This little light of mine þannig að allir kirkjugestir voru farnir að klappa með. . Ekki verður um villst hvernig negrasálmar og blús eru tengd órjúfanlegum böndum og úr varð í kirkjunni upplifun sem verður lengi í minnum höfð þar sem tónlistin réði ríkjum en tilefni dagsins og alvara voru þó aldrei langt undan . www.deitrafarr.com
Magnús Eiríksson er ekta. Tónlistarmaður sem býr til tónlist eins og hún gerist best, fullkomlega einlæg, alveg hrein og bein. Magnús stofnaði blúskompaníð sitt áður en sögur hófust .Maggi Eiríks var fyrsti heiðurfélagi Blúsfélags Reykjavíkur
Magnús hefur í ofanálag verið í einstaklega góðu formi síðustu árin þar sem hann hefur einkum samið og sungið með KK .
Blúsmenn Andreu eru ein vinsælasta blússveit landsins enda er forsprakkinn, Andrea Gylfadóttir, ein besta og virtasta söngkona þjóðarinnar.Blúsmenn Andreu koma fram á 5 ára afmælishátíð á Skírdag
Andrea Gylfadóttir nam sellóleik í Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Garðabæjar og einnig í einkatímum. Hún stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur á árunum 1985 til 1987 og tók þaðan burtfararpróf árið 1987. Plöturnar sem hún hefur sungið inná tugum, hvort heldur sem einstaklingur undir eigin nafni eða með þeim hljómsveitum sem hún hefur starfað með, en þær eru ornar nokkrarí gegnum tíðina eins og Grafík, Vinir Dóra,
Blúsmenn Andreu, Borgardætur, Todmobile, Tweety og ýmsar jazzhljómsveitir.
Krister Palais Hann kveðst vera sænskur flækingur og víst er að margt hefur drifið á daga hans. Hann fékk leið á að heita bara Palle Paulsson, og tók sér listamannsnafnið Krister Palais . Krister spilaði á bassa í nokkrum vinsælustu dægurlagahljómsveitum Svía á sjöunda áratugnum. Ferðaþráin dró hann til Parísar árið 1966, þar sem hann upplifði stúdentabyltingu og spilaði box, þar til hann sneir aftur heim til Svíþjóðar áratug síðar. Þá tók hann sér bassann aftur í hönd og fór fyrir alvöru að spila blús, meðal annars með hljómsveitunum Peoples People, Midnight Express og Berkely Caesar. Flökkueðlið lét enn á sér kræla og Krister kom sér fyrir í Saharaeyðimörkinni og lagðist í flakk með Túaregum, frumbyggjum eyðimerkurinnar í suður Alsír. Þaðan lá leiðin til Gotlands, þar sem blúsþráðurinn var tekinn upp að nýju, en þegar dóttir hans í Haugasundi í Noregi eignaðist barn, fannst afanum réttara að flytja til Noregs til að geta verið nærri afabarninu. Í Noregi starfaði Krister Palais í níu ár sem útvarpsmaður og greinahöfundur fyrir blústímarit, meðal annars fyrir Jefferson Blues Magazine. Á þeim vettvangi hefur hann tekið viðtöl við stjörnur á borð við Buddy Guy, Luther Allison, Otis Rush, Ike Turner, Deitru Farr, Ronnie Baker Brooks, Wilson Pickett, Johnnie Johnson, Billy Boy Arnold, Magic Slim, Jimmy Dawkins, Solomon Burke, Bernard Allison og Peter Green. Kynni hans af bestu vinkonu Blúshátíðar í Reykjavík, Deitru Farr, fyrir tilstilli Blúshátíðar í Reykjavík, kveikti ást, sem innsigluð var með brúðkaupi nú um áramótin. Hann leikur með Broken Boots í Noregi.
Bláir skuggar
Bláir skuggar, kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar, kemur fram á Blúshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 19. Mars. Tónleikarnir verða útgáfutónleikar annars geisladisks kvartettsins, en hann hefur hlotið titilinn Blátt ljós . Fyrri diskur hlómsveitarinnar heitir Bláir skuggar og kom hann út í september sl og fékk frábærar viðtökur. Það er heiður fyrir Blúshátíð að fá þessar goðsagnir til að koma fram .
Meðleikarar Sigurðar eru úr framvarðasveit elstu starfandi kynslóðar íslenskra jazztónlistarmanna; Þórir Baldursson á Hammond orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Tónlistin er öll eftir Sigurð, skrifuð sérstakelga fyrir þennan kvartett. Hún byggir á blöndun jazz- og blústónlistar í ýmsum og ólíkum hlutföllum. Stílinn mætti e.t.v. kalla íslenska útvíkkun á jazzstíl sem menn á borð við Jimmy Smith, Art Blakey, Horace Silver, Stanley Turrentine, o.fl. lögðu upp í kring um 1960; lifandi og skemmtilegt, blúsað og fjörugt. Blúsformið í jazztónlist er tekið til athugunar og út koma bæði blúsar sem hljóma eins og eitthvað allt annað og lög sem hljóma eins og blús en eru það ekki.
Geggjað stuð (Bláir skuggar á Múlanum)
Vernharður Linnet, Mbl 12.6. 07
Það er stórkostlegt hversu vel hefur tekist að gæða blúsaða tónlist Sigurðar Flosasonar lífi á skífuni Bláum skuggum. Það er engu líkara en hljóðverið sé fullt af fólki, en kannski þurfa snillingar ens og þeir sem Sigurður hefur kallað til leiks enga áheyrendur til að fremja galdurinn aðeins hvern annan Jón Páll Bjarnason er ásamt Gunnari heitnum Ormslev konungur íslensks nútímadjass og Þórir Baldursson er "grúvið" sjálft í öllum sínum margbreytilega hita. Pétur Östlund er svo hrynkóngurinn mikli og Sigurður einn hinna fremstu af kynslóðinni er kom til sögunnar á Íslandi um 1980 er fyrrnefndir þremenningar voru allir hljómlistarmenn erlendis. ...
Fyrri diskur hlómsveitarinnar heitir Bláir skuggar .Ómetanleg skífa fyrir alla sem gaman hafa af melódískum djassi, heillandi blús og hugmyndaríkum spuna. Það þarf ekki alltaf að vera að finna upp hjólið og á þessari skífu er það fyrst og fremst hljóðfæraleikurinn sem snertir hjartað....Hiklaust fjögurra og hálfrarstjörnu skífa fyrir spilamennskuna og stemmninguna og hækkum upp í fimm.
Vernharður Linnet, Mbl 21.9'07
KK. Blúsfélag Reykjavíkur gerði KK, Kristján Kristjánsson að heiðursfélaga , við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2007 á Nordica Hotel, KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi, Nýlega gaf hann út plötuna Blús, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. www.kk.is
Gítargoðsögnin Björgvin Gíslason var gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur á Blúshátíð 2005 Björgvin lagðist í blúsvíking til Missisippi á áttunda áratugnum og lék um tíma með blúsgoðsögninni Clarance Gatemouth Brown sem lést nýlega.Eftir að Björgvin Gíslason hóf feril sinn sem gítarleikari í unglingahljómsveitinni Zoo hefur leið hans legið með hverju vinsældarbandinu á eftir öðru og um tíma var varla gefin út hljómplata hér á landi án þess að Björgvin kæmi ekki þar að sem gítarleikari enda um langt árabil verið einn fremsti snillingur landsins á það hljóðfæri. Hljómsveitir eins og Pops, Náttúra, Pelican, Póker og Paradís voru hans annað heimili meðan frægðarsól þeirra skein hvað skærast. Nú síðast fer hann á kostum með Mugison á Mugibúgí og neðanvatnssveitinni Vöðlunum . Björgvin leikur á Blúshátíð með Margréti Guðrúnardóttir og bandinu hans pabba þríðjudaginn 18. Björgvin var sjálfkjörinn í fyrstu útgáfu af The Nordic All Stars Blues Band sem kemur fram í fyrsta sinn miðvikudagskvöldið 19.3. Hann ætlar síðar að djamma með KK og fleirum á 5 ára afmælishátíð á skírdag
Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blústónlistar á Íslandi síðan þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989 og hafa haldið hundruð tónleika boðið upp á blús eins og hann gerist bestur.Halldór Bragson er listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík og formaður Blúsfélags Reykjavíkur. Guðmundur Pétursson er einn besti gítarleikari á Íslandi og það er hrein unun að heyra hann í því sem hann er bestur; að spila blús með Vinunum.Ágeir Óskars á trommum. Ásgeir hefur komið víða við. Hann hefur leikið með mörgum bestu hljómsveitum landsins, þar á meðal Rifsberja, Eik, Pelikan,Póker, Stuðmönnum, Hinum íslenska þursaflokki og Vinum Dóra.Jón Ólafsson er á bassa. "Kletturinn" er Jón oft kallaður. Hann byrjaði ferilin í Töturum,Pelikan Start og fleiri sveitum.Vinir Dóra gengu hefbundna blúsbraut lærðu af þeim bestu og halda áfram að bera þann kyndil blússins áfram inní framtíðina og miðla tónlist sinni.Tónleikar Vinana eru sveipaðir goðsagnakenndum ljóma blúsunnenda en aldrei er vitað fyrirfram hverju tónleikagestir þeirra eiga von á á tónleikum þeirra, örugglega ein besta tónleikasveit á landinu og þó víðar væri leitað. Vinir Dóra hljóðrituðu disk með blúsgoðsögninni Pinetop Perkins 1993, en hann fékk í 2006 Grammy verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar, Lifetime Achievement Award .Pinetop er guðfaðir Vina Dóra í blúsnum. Þess má geta að Pinetop þykir diskurinn með Vinunum sín besta plata og kaupir hann af útgefanda í Chicago eintök til að selja á tónleikaferðum. Diskurinn Pinetop Perkins with the Blue Ice Band featuring Chicago Beau er enn á lista í öðru sæti eftir 12 ár á www.cdmojo.com og orðin cult plata seld á 80$ notuð.
Norska blúsdúóið Jolly Jumper & Big Moe sækir nú Blúshátíð í Reykjavík í annað sinn. Þeir félagar sækja sinn stíl í hefðina, eins og hún var á fyrri hluta síðustu aldar og leika á gítar og munnhörpu.www.jollyjumperandbigmoe.com/
The Ambassador of Hell
This year's 2001 Ambassador of Hell prize is awarded to two persons. They have earned the award by promoting Hell in a highly positive and favorable way internationally. No one can accuse these two gentlemen of being tongue tied, but it's through their music that they have promoted Hell, and made this place known far across the borders of Norway.These two well grown gentlemen are no other than Kjell Inge Brovoll and Jan Erik Moe, alias Jolly Jumper & Big Moe!
Þá verður sá viðburður einnig á Blúshátíð nú að The Nordic All Stars Blues Band kemur fram í fyrsta sinn, en það er skipað úrvali norræna blúsmanna. Nordic all star's blues bandKK, Björgvin Gíslason, Pétur Östlund, Krister Palais , Jolly Jumper & Big Moe frá Hell í Noregi, og fl .........Einvaldur stjörnubandsins er Halldór Bragason.
the Riot
Hljómsveitin var stofnuð 2006 af þeim Birni Thoroddsen og Halldóri Bragasyni. Hlutverk hljómsveitarinnar sé þó að gera uppreisn gegn formunum, eins og nafn hennar gefur til kynna. Riot eru í uppreisn gegn rokki, djassi og blús og "reglur" þessara stefna eru sniðgengnar bæði með- og ómeðvitað en í Riot eru margverðlaunaðir þekktir einstaklingar úr íslensku tónlistarlífi Björn Thoroddsen, Halldór Bragason, Ásgeir Óskarsson, og Jón Rafnsson. Hljómsveitini hefur verið frábærlega tekið á öllum þeim tónleikum sem hún hefur komið fram á. James Carter lék með Riot á Jasshátíð Austurlands s.l sumar ásamt blúsdrottningunni Deitru Farr. Riot eru ásamt Deitra Farr, Borgardætrum , Tena Palmer og Eyþóri Gunnarssyni á Sálmatónleikum kl 20 á Föstudaginn langa. Staður Fríkirkjan í Reykjavík.
Borgardætur
Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Berglind Björk þessar sönggyðjur er óþarft að kynna en listfengi og fallegur söngur hafa yljað landanum um árabil. Nú ætla þær að sýna á sér nýja hlið í negrasálmum á tónleikunum á Föstudaginn langa ásamt Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara og Riot.
Tena Palmer kemur frá Kanada hún kemur fram með hljómsveitini Gras og syngur einnig á sálmatónleikum í kl 20 á föstudaginn langa í Fríkirkjunnií Reykjavík.Hún kenndi um tíma söng í FÍH skólanum. info hér
Bergþór Smári hefur spilað blús vítt og breitt um landið síðustu ár, bæði með hljómsveitinni Mood og öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á ótal plötur en hyggst gefa út sólóplötu með eigin efni á næstu mánuðum.
Klassart í meistaraflokk KLASSART er splunkuný hljómsveit úr Sandgerði sem samanstendur af systkinunum Smára og Fríðu Guðmundsbörnum. Það er fremur sjaldgæft að hljómsveitir á Íslandi innihaldi systkini og eftirtektarvert fyrir vikið. Klassart hljómar nefnilega á þessari fyrstu plötu sinni eins og sveit sem er búin að vera að gefa út plötur í áratug og búin að finna, móta og meitla tónlist sína og stíl. Lögin og textarnir eru í flestum tilvikum samvinna systkinanna og gengur sú samvinna í alla staði upp, því textarnir eru í senn afslappaðir, dularfullir og tregablandnir; eitthvað sem á afskaplega vel við blúsaða tónlistina.Það er yndislegt þegar jafn-hæfileikaríkt fólk og hér er á ferð stimplar sig inn í meistaraflokk með svona góðri plötu ......úr umsögn í Morgunblaðinu
Esther og Ræsisrotturnar skipað af frábærum tónlistarmönnum með góðan feril í pokahorninu.þeir spila pungmikinn kvennrembublues. Ferill þessara sveitar er nýhafinn hann hófst á Janis Joplin Tribute tónleikunum á Organ 19 jan sl.
Kristinn Trommari og Esther hafa spilað saman áður í Blúsbandinu Rótum sem komu fram á ýmsum bluesviðburðum víðsvegar um landið frá árunum 1993-95. Hann er fyrrum Hjálmur og núverandi Baggalútur Esther hefur einnig verið að syngja með hinum og þessum þar helst Hjálmum og á hinum og þessum viðburðum um landið.
Bræðurna Börk og Daða þarf vart að kynna hinir gömlu fönkhundar úr Jagúar, Daði er nú tónlistarstjóri hins geisivinsæla söngleiks Jesus Christ Superstar , Börkur í ýmsum verkefnum. Ingi bassaleikari er stórkostlegur útskrifaður úr Paul MacCartney skólanum í Liverpool og fyrrum meðlimur í Pornopopp
Jón Meyvant & Blúsþrjótarnir
Sveitin var stofnuð 2001 og hefur spilað við mörg tilefni síðan. Spiluðu reglulega á Celtic Cross 2002-2003. Spila alltaf á Menningarnótt. Spila á blúskvöldum á Gauk á Stöng, Fógetanum, Kaffi Reykjavík. Græna Hattinum, Ljósanótt, Ólafsfirði, Börnetheatret Kristjaniu ofl ofl staðir. Þetta hefur verið blús samfélag og menn hafa komið og farið. Síðast þá voru Örn Arnarson gítar, Guðmundur Pálsson bassi, Þorvaldur Þorvaldsson trommur og Kristinn Ólafsson söngur og gítar
Ferlegheit frá Akranesi . þeir spila frumsamin lög í bland við góð cover lög. spiluðu t.d. á síðustu blúshátíð á Domo og þá spiluðu þeir bara frumsamin lög. En allavega þessi hljómsveit 2 og hálfs árs gömul og hafa verið virkir í sirca 1 og hálft ár. þeir eru búinir að vera nokkuð duglegir á síðasta ári og náðu að spila 30 tónleika á síðasta ári. Við höfum t.d. deilt tónleikum með Blúsmönnum Andreu í bíóhöllinni á Akranesi, Tónleika með KK, 23 des síðastliðinn og þá komust færri að en vildu. . www.myspace.com/ferlegheit
Margrét Guðrúnardóttir og bandið hans pabba . Þetta á eftir að koma á óvart en þarna stígur á stokk ung sönkona með eigið efni Margrét er 23 ára tónlistarnemi í FÍH, leggur þar stund á jazz-pianó nám. Lögin hennar eru frekar blúsuð en þó með popp ívafi. Stórsveitina hans pabba skipa: Ásgeir Óskarsson trommur, Tómas Tómasson bassi, Björgvin Gíslason gítar . Hver er pabbi? www.myspace.com/margretgudrunar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.