Leita í fréttum mbl.is

Hann er nánast „áskrifandi“ að tilnefningum!

 Enginn ætti að missa af tónleikunum með Magic Slim 

„ÞESSI maður er algjört sjarmatröll og amerísk þjóðargersemi,“ segir Halldór Bragason listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík um Magic Slim sem verður gestur hátíðarinnar sem fram fer dagana 18.-21. mars. Þessi heimsþekkti blúsmaður kemur hingað frá Chicago með hljómsveit sína, The Teardrops. Að sögn Halldórs verða tónleikar Magic Slim á Hotel Hilton Nordica á opnunarkvöldi hátíðarinnar, 18. mars, en fjöldi annarra tónleika verður á hátíðinni sem nú fagnar fimm ára afmæli sínu.

Hann er nánast „áskrifandi“ að tilnefningum til W.C Handy-blúsverðlaunanna sem eru þau stærstu og virtustu í blúsheiminum. Sem dæmi má nefna að árið 2003 voru Magic Slim og The Teardrops kosnir Blúsband ársins, og Magic Slim var á því tilnefndur til sömu verðlauna í fimm flokkum: Besti blússkemmtikraftur ársins, Besta blúsband ársins (verðlaunin sem hann hlaut), Besti gítarleikari ársins, Besta þjóðlega blúsplata ársins og Besti þjóðlegi blúslistamaður ársins.

Magic Slim og hljómsveitin hans hafa verið tilnefnd sem besta hljómsveit ársins síðan þetta var árið 2004, 2005, 2006 og 2007, og oft í fleiri flokkum líka.

af mbl.is

Ítarleg dagskrá hér

Kaupa miða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband