10.3.2008 | 02:38
Leyndarmálið hefur lekið út - Hver er pabbi?
Stuðmannabörnin taka flugið
Afkvæmi Stuðmanna stíga nú fram í sviðsljósið hvert á fætur öðru. Fyrst voru það synir Egils Ólafssonar, leikarinn Ólafur og dansarinn Gunnlaugur, svo var það söngkonan Elísabet, dóttir Eyþórs Gunnarssonar, og á eftir henni fylgdi önnur söngkona, Bryndís, dóttir Jakobs Frímanns Magnússonar og Ragnhildar Gísladóttur.
Nú er röðin komin að Margréti Guðrúnardóttur, dóttur trommarans Ásgeirs Óskarssonar, sem syngur á opnunarkvöldi Blúshátíðar Reykjavíkur 18. mars á Hilton-hótelinu. Margrét stígur þar á svið ásamt föður sínum, Björgvini Gíslasyni og Stuðmanninum Tómasi Tómassyni. Hljómsveitin nefnist Margrét Guðrúnardóttir og bandið hans pabba" og kemur þarna fram í fyrsta sinn opinberlega. Þetta er frábært tækifæri og þeir voru allir til í að vera með mér," segir Margrét og hefur lítið yfir karli föður sínum að kvarta. Það er mjög fínt að vinna með pabba. Okkur kemur vel saman og hann leyfir mér að gera þetta á minn hátt. Ég hef líka sungið fyrir hann í sólóverkefni hans áður."
Margrét segir það ekkert trufla sinn feril þótt hún sé dóttir Stuðmanns. Annars væri ég varla að spila með honum. Mér fannst þetta bara frekar fyndið og þess vegna kölluðum við okkur þessu nafni. Fólk veit alveg að ég er dóttir hans og fínt að hafa það opinbert enda hefur það bara hjálpað mér frekar en hitt."
Margrét segist vera góð vinkona Bryndísar Jakobsdóttur og þær séu meira að segja saman í tónlistarnámi í FÍH. Það er ótrúlega gaman hvað henni gengur vel," segir hún og neitar að þær eigi í samkeppni hvor við aðra. Við erum frekar bara duglegar að biðja hvor aðra um hreinskilið álit og svona."
Gaman verður að sjá hvernig Margrét á eftir að spjara sig í framtíðinni en ef hæfileikar hennar eru eitthvað í líkingu við þá sem hin Stuðmannabörnin búa yfir á hún varla eftir að valda neinum vonbrigðum
www.myspace.com/margretgudrunarHeimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.