19.3.2008 | 02:26
Ásgeir Óskarsson hreppti hnossið
Ásgeir Óskarsson trommuleikari hefur verið valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur í ár. Þetta var tilkynnt við opnun Blúshátíðar í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica kl. 17 í dag. Með viðurkenningunni frá Blúsfélaginu fylgdi forláta Gretch trommusett af bestu gerð í þakklætisvott fyrir framlag til blústónlistarinnar. Ásgeir er einn virtasti trommari á Íslandi og hefur hann spilað með flestum stærstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands. Svo aðeins fáeinar af hljómsveitunum sem hann hefur spilað með séu nefndar má nefna Eik, Paradís, Póker, Pelican, Stuðmenn, Vini Dóra og Riot. Hann hefur verið óhemju liðtækur í íslensku tónlistarlífi og leikið inn á fleiri hljómplötur, og með fleiri listamönnum, en tölu verður á komið. Plöturnar eru að því er næst verður komist orðnar rúmlega 300. Ásgeir er þó ekki síst góður lagasmiður sjálfur og hefur gefið út 3 plötur með eigin tónlist, Veröld smá og stór, Áfram og Sól. Þeir listamenn sem áður hafa hreppt þessa heiðursnafnbót eru Magnús Eiríksson 2004, Björgvin Gíslason 2005, Andrea Gylfadóttir 2006, KK 2007.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.