Leita í fréttum mbl.is

Willie “Big Eyes” Smith er stórstjarna og lifandi goðsögn og kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík í ár.

Willie “Big Eyes” Smith er önnur stórstjarna og lifandi goðsögn sem kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík í ár. Hann er félagi Pinetops úr Muddy Waters bandinu, og um shuffle-bítið hans á trommurnar hefur verið sagt að það sé hjartað og sálin í Chicago blúsnum. Hann hóf feril sinn sem munnhörpuleikari, fluttist ungur til Chicago, þar sem hann heillaðist af Muddy Waters. Hann spilaði með ýmsum blússveitum í Chicago, sneri sér að trommunum, og í því hlutverki var hann þegar Muddy Waters fékk augastað á honum, fékk hann til að leysa trommuleikara sinn af, en réði hann síðan í bandið. Hann spilar á öllum Grammyverðlaunaplötum Muddy Waters.

Eftir daga Muddy Waters bandsins stofnaði Willie “Big Eyes” Smith Legendary Blues Band ásamt Pinetop Perkins og fleirum. Sveitin var margoft tilnefnd til Grammyverðlaunanna.

Willie “Big Eyes” Smith hefur spilað og hljóðritað með mörgum fremstu tónlistarmönnum síns tíma, þar á meðal Buddy Guy, Junior Wells, Howlin' Wolf, Bob Dylan, Rolling Stones og Eric Clapton . Hann er útnefndur til tvennra Alþjóðlegu Blues Foundation verðlaunanna í ár sem besti munnhörpuleikarinn og besti trommarinn

Willie “Big Eyes” Smith kemur fram á stórtónleikum áHilton Reykjavík Nordica miðvikudagskvöldið 8. apríl. Á tónleikunum koma einnig fram Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn Andreu og Mugison.

 Sala er á hafin ýtið á Tryggið ykkur miða !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband