29.8.2009 | 23:00
Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur .
Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur .
Mætum öll á Blúskvöldin okkar.
www.blues.is
Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað þann 6 nóvember 2003 á Kaffi Reykjavík. Þar komu saman helstu merkisberar blústónlistar á Íslandi og spiluðu saman fyrir fullu húsi af áhugafólki um blús. Tilgangur félagsins er að auka hróður blússins á Íslandi.
Með stofnun Blúsfélags Reykjavíkur er markmiðið að greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk í eitt félag sem ætti að auðvelda framgang tónlistarinnar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 08:12
Blúshátíð í Reykjavík 4. - 9. apríl.er lokið. Þökkum öllum fyrir komuna
Blúshátíð í Reykjavík 4. - 9. apríl.er lokið
Þökkum öllum fyrir komuna
Pinetop Perkins var mjög glaður að hitta gamla vini og eignast nýja
Willie Smith
Deitra Farr
Hljóð: Jón Skuggi
Hljóðkerfi frá Hljodx & Hilton Reykjavík Nordica
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gestum eru líka velkomið að panta af Bistro eða A la Carte.
Opnum 18:00 þriðjudag - fimmtudag
Blúshátiðarseðill
2009
Humarsúpa
Kremuð humarsúpa, steiktir humarhalar, heimabakað brauð
Lambalundir
Lambalundir, steiktir kremaðir sveppir, sellerírót, sítróna, rósmaríngljái.
Kr 3.900.-
VOX restaurant / bistro - Hilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2
Sími: 444 5050 - vox@vox.is
http://www.reykjavik.nordica.hilton.com
http://www.vox.is
Blúshátíð í Reykjavík 4. - 9. apríl.
Sala er á hafin á Tryggið ykkur miða !
Tryggið ykkur miða ! aðeins 100 blúsmiðar eru í boði
dagskrá á www.blues.is/dagskra2009.htm
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 21:30
Margverðlaunaður Pinetop Perkins
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2009 | 13:56
Willie “Big Eyes” Smith er stórstjarna og lifandi goðsögn og kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík í ár.
Willie “Big Eyes” Smith er önnur stórstjarna og lifandi goðsögn sem kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík í ár. Hann er félagi Pinetops úr Muddy Waters bandinu, og um shuffle-bítið hans á trommurnar hefur verið sagt að það sé hjartað og sálin í Chicago blúsnum. Hann hóf feril sinn sem munnhörpuleikari, fluttist ungur til Chicago, þar sem hann heillaðist af Muddy Waters. Hann spilaði með ýmsum blússveitum í Chicago, sneri sér að trommunum, og í því hlutverki var hann þegar Muddy Waters fékk augastað á honum, fékk hann til að leysa trommuleikara sinn af, en réði hann síðan í bandið. Hann spilar á öllum Grammyverðlaunaplötum Muddy Waters.
Eftir daga Muddy Waters bandsins stofnaði Willie “Big Eyes” Smith Legendary Blues Band ásamt Pinetop Perkins og fleirum. Sveitin var margoft tilnefnd til Grammyverðlaunanna.
Willie “Big Eyes” Smith hefur spilað og hljóðritað með mörgum fremstu tónlistarmönnum síns tíma, þar á meðal Buddy Guy, Junior Wells, Howlin' Wolf, Bob Dylan, Rolling Stones og Eric Clapton . Hann er útnefndur til tvennra Alþjóðlegu Blues Foundation verðlaunanna í ár sem besti munnhörpuleikarinn og besti trommarinn
Willie “Big Eyes” Smith kemur fram á stórtónleikum áHilton Reykjavík Nordica miðvikudagskvöldið 8. apríl. Á tónleikunum koma einnig fram Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn Andreu og Mugison.
Sala er á hafin ýtið á Tryggið ykkur miða !
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2009 | 17:40
Kynning á atriði á Blúshátið 4-9 apríl. Blús í miðbænum laugardagur 4. Apríl . Nú fjölmennum við í bæinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðgang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavik Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.
Blús í miðbænum laugardagur 4. Apríl
• Laugardaginn 4. Apríl kl 13.00 - 17.00 • Blúsdagskrá, í verslunum og á götum úti 13 - 17 •Nordic All Stars Blues Band heimsækir fangelsið á no 9 kl 13 • Bláir gjörningar við styttu Leifs Eiríkssonar kl 13.30 • Akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur kl 14.00 niður Skólavörðustíg og Bankastræti og rúntinn sem endar á bílasýningu á Lækjartorgi sem er til c.a 15.30. Lagt af stað frá stutt frá styttu Leifs Eiríkssonar. Bílasýning Krúserklúbbs Reykjavíkur á Lækjartorgi milli 14.15-15.30 www.kruser.is
• Klúbbur Blúshátíðar opnaður á Café Rósenberg kl 17.00

PARK PROJECT er skipuð landsþekktum tónlistarmönnum þeim:
Pálma Gunnarssyni bassaleikara, Gunnlaugi Briem trommuleikara, Agnari Má Magnússyni hljómborðs-/hammondleikara og Kristjáni Edelstein gítarleikara. Hrund Ósk Árnadóttir er án efa ein allra efnilegasta blús- og jazzsöngkona sem komið hefur fram á síðustu árum.Hrund Ósk Árnadóttir kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum þegar hún vann með eftirminnilegum hætti söngkeppni framhaldskólanna með flutningi sínum á The Saga of Jenny eftir Kurt Weil. Eftir menntaskólanám tók við nám í Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún útskrifast á þessu ári og tónleikahald á hinum ýmsu jass- og blúshátíðum vítt og breitt um landið. Park Projekt er nokkurra ára gömul sveit stofnuð á Akureyri af Pálma Gunnarssyni og Krisjáni Edelstein … sveitin hefur leikið á tónleikum á Íslandi, á Grænlandi, í Danmörku og í Þýskaldandi. Park Projekt vinnur nú að disk með Hrund Ósk Árnadóttir sem kemur út á vormánðum.Danni & Jón IngibergEitt sinn voru ungir og efnilegir blúsmenn, þeir Danni og Jón Ingiberg á Blúshátíð 2005 og vottuðu Robert Johnson virðingu sína með nokkrum lögum við góðar undirtektir viðstaddra, nú eru þeir orðnir fullorðins og útskrifaðir listamenn.The Lame DudesThe Lame Dudes spila blús og blúskennda tónlist, megnið af væntanlegum geisladiski “Hversdagsbláminn”, blús lög með íslenskum textum eftir Hannes Birgi Hjálmarsson. Auk þess spilar hljómsveitin þekkta blússtandarda eftir meistara blústónlistarinnar.
Stofnendur The Lame Dudes eru þeir Hannes Birgir Hjálmarsson og Snorri Björn Arnarson. Samkvæmt þjóðsögunni er sagan um upphaf sveitarinnar eftirfarandi: (af Facebook og www.myspace.com/thelamedudes LeynigestirTónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 11:39
Miðasala á Blúshátíð í Reykjavík 4. - 9. apríl er á www.midi.is .Dagskrá á www.blues.is
Blúshátíð í Reykjavík 4. - 9. apríl.
Sala er á hafin ýtið á Tryggið ykkur miða !
Það vita allir hvers megnugt okkar frábæra blúsfólk er, og það er stórviðburður að fá þessa erlendu blúslistamenn hingað til lands og mikill fengur fyrir íslenskt blúsáhugafólk.
Tryggið ykkur miða ! aðeins 100 blúsmiðar eru í boði
Nánar um dagskrá á www.blues.is/dagskra2009.htm
Blúshátíð í Reykjavík hefur aldrei verið glæsilegri!
Pinetop Perkins tekur við Grammy 2007 fyrir ævistarf sitt
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2009 | 09:51
Blúshátíð í Reykjavík, 4. – 9. apríl 2009
ýtið hér Tryggið ykkur miða !
Blúshátíð í Reykjavík, 4. – 9. apríl 2009
Pinetop Perkins Vinir Dóra , Willie “Big Eyes” Smith , Deitra Farr, Nordic All Stars Blues Band , KK , Blúsmenn Andreu , Mugison , Finnskogen Blues Band, Devil's Train , Ragnheiður Gröndal , Davíð Þór Jónsson ,
Blús í miðbænum Laugardaginn 4. apríl
Þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica 7. 8. og 9. apríl
Klúbbur Blúshátíðar á Café Rósenberg 4. – 9. apríl
Blúshátíð í Reykjavík hefur aldrei verið glæsilegri! Pinetop Perkins tekur við Grammy 2007 fyrir ævistarf sitt
Blúshátíð í Reykjavík 2009 verður haldin 4. – 9. apríl. Hátíðin hefst með Blúsdegi – Blús í miðborginni, laugardaginn 4. apríl. Klúbbur Blúshátíðar verður starfræktur á Café Rósenberg alla hátíðardagana. Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld:
Þriðjudag 7. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Pinetop Perkins , lifandi goðsögn, og einn af síðustu blúsmönnum fyrstu kynslóðar blúsmanna sem enn lifa – og spilar, kemur fram með Vinum Dóra. Einnig: Nordic All Stars Blues Band , Deitra Farr, KK, og Devil's Train. Miðasala er á www.midi.is
Miðvikudag 8. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Willie “Big Eyes” Smith and the Blue Ice Band, önnur lifandi goðsögn. Willie “Big Eyes” spilaði með Muddy Waters, eins og Pinetop, en hefur líka spilað með Buddy Guy, Junior Wells, Rolling Stones, Bob Dylan og Eric Clapton. Blúsmenn Andreu og Mugison koma einnig fram á tónleikunum Miðasala er á www.midi.is
Vinir Dóra , 20 ára afmælisfagnaður. Með vinunum koma fram gamlir “Vinir”. Einnig: Deitra Farr, Ragnheiður Gröndal, Andrea og fleiri. Á tónleikunum kemur einnig fram Finnskogen Blues Band">www.midi.is
Blús í miðborginni Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 4. april, þegar miðborgin logar í blús. Meðal atriða þar: Nordic All Stars Blues Band heimsækir fangelsið á no 9 • Akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur niður Skólavörðustíg og Bankastræti og rúntinn sem endar á bílasýningu á Lækjartorgi www.kruser.is • Blúsáhaldagangan leggur af stað kl 14.15 frá Eggerti feldskera niður Skólavörðustíg og Bankastræti með lifandi blús á kaffihús og í verslanir • Gítarasýning verður opnuð í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti kl. 15.00 • Klúbbur Blúshátíðar opnaður á Café Rósenberg kl 17.00 Rósenberg kl. 17, Hátíðin verður formlega sett í samstarfi við Rás 2 • Blúslistamaður heiðraður • Blúsdjamm • Blús frameftir nóttu á Café Rósenberg.
Klúbbur Blúshátíðar á Café Rósenberg Klúbbur Blúshátíðar verður starfræktur frá laugardegi til loka hátíðarinnar 9. apríl. Þar verður leikinn blús af öllum gerðum, ungliðar og reynsluboltar mætast á sviðinu í fjölbreyttri dagskrá. Meðal viðburða í Klúbbi Blúshátíðar verður Þjóðlegi íslenski blúsinn, og Djassaður blús. Þess má auk þess vænta að leynigestir stígi á stokk. Dagskrá Klúbbs Blúshátíðar verður nánar auglýst síðar, en meðal þeirra sem koma fram verða Park Project Pálma Gunnarssonar með söngkonunni Hrund Ósk Árnadóttur, Tómas R. Einarsson, Ólafur Stolzenwald, Kristjana Stefánsdóttir, Steindór Andersen, Hilmar Örn Hilmarsson, Ferlegheit, Devil's Train, Angela Basombrio, Arnar Guðmundsson, Þrjár raddir, The Lame Dudes, Birting, Finnskogen Blues Band og Vinir almúgans. Miðasala er eingöngu við innganginn á Klúbb Blúshátíðar
Dagskrá klúbbsins er enn að mótast verður kynnt á www.blues.is
Blúshátíð í Reykjavík 2009
dagskrá
Blús í miðbænum.
Laugardaginn 4. Apríl kl 13.00 - 18.00
•Nordic All Stars Blues Band heimsækir fangelsið á no 9
• Blúsdagskrá hefst með lifandi blús á kaffihúsum, í verslunum og á götum úti 13 - 17
• Akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur niður Skólavörðustíg og Bankastræti kl 14.00. Bílasýning Krúserklúbbs Reykjavíkur á Lækjartorgi milli 14-15 www.kruser.is
• Blúsáhaldagangan leggur af stað kl 14.15 frá Eggerti feldskera niður Skólavörðustíg og Bankastræti með lifandi blús á kaffihús og í verslanir
• Gítarsýning opnuð í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti kl. 15.00
• Klúbbur Blúshátíðar opnaður á Café Rósenberg kl 17.00
Café Rósenberg frá kl 21 – 01, Klúbbur Blúshátíðar
Sunnudagur 5. apríl
Café Rósenberg frá kl 21 – 00, Klúbbur Blúshátíðar
Dagskrá
Mánudagur 6. apríl
Café Rósenberg frá kl 21 – 00, Klúbbur Blúshátíðar
Jazzaður blús
Þriðjudagur 7. apríl
Stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica kl 20
Pinetop Perkins & Vinir Dóra 20 ára afmælisgleði 1. hluti
• Nordic All Stars Blues Band, KK, Deitra Farr
• Devil´s train
•Davíð Þór Jónsson
Café Rósenberg frá kl 21 – 01, Klúbbur Blúshátíðar
Miðvikudagur 8. apríl
Stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica kl 20
• Goðsögnin Willie "Big Eyes" Smith and the Blue Ice Band
• Blúsmenn Andreu
•Mugison
Café Rósenberg frá kl 21– 03, Klúbbur Blúshátíðar
Fimmtudagur 9. apríl
Stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica kl 20
• Vinir Dóra 20 ára afmælisgleði 2. hluti–rakin saga sveitarinnar
• Deitra Farr, Ragnheiður Gröndal, Andrea Gylfa, og fleiri
• Finnskogen Blues Band frá Noregi
Hljóð: Jón Skuggi
Hljóðkerfi frá Hljodx & Hilton Reykjavík Nordica
Café Rósenberg frá kl 20 - 00, Klúbbur Blúshátíðar
Pinetop Perkins , lifandi goðsögn, og einn af síðustu blúsmönnum fyrstu kynslóðar blúsmanna sem enn lifa – og spila, er gestur Blúshátíðar Reykjavíkur í ár. Pinetop er margviðurkenndur píanóleikari, og árið 2003 hafði hann hlotið Bandarísku blúsverðlaunin, sem nefnd eru Handy verðlaunin svo oft, að hann var útskrifaður þaðan með þeim óvenjulega heiðri að verðlaun fyrir besta píanóleik í þessari stærstu samkeppni blúsfólks, voru nefnd eftir honum og heita uppfrá því The Pinetop Perkins Piano Player of the Year Awards. Þá stóð goðsögnin gamla á níræðu. Hann lét þó ekki þar við sitja, enda margtilnefndur til Grammy verðlaunanna einnig. Árið 2007 hlaut hann Grammy-verðlaunin fyrir ævistarfið, Grammy Lifetime Achievement Award, og í ár var hann enn tilnefndur fyrir plötuna Pinetop Perkins and Friends, sem hann gerði í tilefni af 95 ára afmæli sínu á síðasta ári. Þar leika með honum meðal annarra B.B. King, Eric Clapton og fleiri snillingar . Hann var um árabil píanóleikari í hljómsveit Muddy Waters.
Pinetop Perkins er íslenskum blúsunnendum að góðu kunnur, hann spilaði um tíma með íslenskum blúsmönnum, Blue Ice Band (Vinir Dóra), í Chicago fyrir miðjan tíunda áratuginn, og spilaði einnig með þeim hér á landi. Hann hefur sjálfur sagt plötuna sem hann gaf út með Blue Ice Band – Vinum Dóra, sína bestu. Sú plata er mikið fágæti og notað eintak henni seldist fyrir fáum árum á 100 dollara, eða um ellefu þúsund krónur á netinu, en platan hefur lengi verið uppseld og ófáanleg. Það má því segja að Pintop Perkins sé guðfaðir blústónlistarinnar á Íslandi.
Pinetop Perkins kemur fram á stórtónleikum á Hilton Reykjavík Nordica ásamt sínum gömlu félögum í Vinum Dóra, þriðjudagskvöldið 7. apríl, en tónleikarnir eru fyrri hluti 20 ára afmælisfagnaðar Vina Dóra. Á tónleikunum koma einnig fram Nordic All Stars Blues Band með KK, Deitra Farr og Devil's Train.
Willie “Big Eyes” Smith er önnur stórstjarna og lifandi goðsögn sem kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík í ár. Hann er félagi Pinetops úr Muddy Waters bandinu, og um shuffle-bítið hans á trommurnar hefur verið sagt að það sé hjartað og sálin í Chicago blúsnum. Hann hóf feril sinn sem munnhörpuleikari, fluttist ungur til Chicago, þar sem hann heillaðist af Muddy Waters. Hann spilaði með ýmsum blússveitum í Chicago, sneri sér að trommunum, og í því hlutverki var hann þegar Muddy Waters fékk augastað á honum, fékk hann til að leysa trommuleikara sinn af, en réði hann síðan í bandið. Hann spilar á öllum Grammyverðlaunaplötum Muddy Waters.
Eftir daga Muddy Waters bandsins stofnaði Willie “Big Eyes” Smith Legendary Blues Band ásamt Pinetop Perkins og fleirum. Sveitin var margoft tilnefnd til Grammyverðlaunanna.
Willie “Big Eyes” Smith hefur spilað og hljóðritað með mörgum fremstu tónlistarmönnum síns tíma, þar á meðal Buddy Guy, Junior Wells, Howlin' Wolf, Bob Dylan, Rolling Stones og Eric Clapton . Hann er útnefndur til tvennra Alþjóðlegu Blues Foundation verðlaunanna í ár sem besti munnhörpuleikarinn og besti trommarinn
Willie “Big Eyes” Smith kemur fram á stórtónleikum áHilton Reykjavík Nordica miðvikudagskvöldið 8. apríl. Á tónleikunum koma einnig fram Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn Andreu og Mugison.
Deitra Farr , ein af bestu vinkonum íslenska blússins, kemur líka á Blúshátíð í Reykjavík í vor. Deitra hefur oft komið til Íslands, síðast á Blúshátíð í Reykjavík í fyrra. Sumarið 2006 kom hún fram á Djasshátíð á Egilsstöðum þar sem hún söng með hljómsveitinni Riot og James Carter saxófónleikara. Deitra kom fyrst fram Djasshátíðinni fyrir austan árið 1992. Jón Hilmar Kárason framkvæmdasjóri hátíðarinnar sagði í Moggaviðtali fyrir tónleikana 2006, að þegar hún kom fyrst austur hefði Deitra verið “alveg mögnuð”. Eftir tónleika hennar og Vina Dóra á Blúshátíð í Reykjavík 2005 skrifaði Vernharður Linnet meðal annars: “Lágvaxin og hnellin steig Deitra á svið eftir að Dóri og Gummi höfðu hellt úr tilfinningaskjólum Mississippidelta-blússins yfir okkur og hægasta tempóið hjá henni var medíum. Hún hefur fína blúsrödd, sterka og grófa einsog Bessie og allar Smith-stelpurnar. Deitra hreif mig mest þegar hún söng í klassískum blússtíl eins og Je me souviens og Black nights þar sem hún og Dóri fóru á kostum, bæði með hatta á höfði horfðust þau í augu meðan Dóri þandi gítarinn í ekta Chicago-blússóló og kyssti Deitru svo við dúndrandi gítartrillur.” Deitra Farr hefur hlotið fjölda verðlauna og komið fram á blúshátíðum um allan heim. Þegar Deitra kom hingað 1992 og fór hún í tónleikaferð með Vinum Dóra og hljóðritaði með þeim lög á diskinn “Mér líður vel” sem er ófáanlegur. Þá var hún ung og efnileg en nú er hún orðin ein af bestu blússöngkonum heims.
Deitra Farr kemur fram á tvennum tónleikum á Blúshátíð á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudagskvöldið 7. april með Nordic All Stars Blues Band, og fimmtudagskvöldið 9. apríl á 20 ára afmælisfagnaði með Vinum Dóra.
Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blústónlistar á Íslandi síðan þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989 og hafa haldið hundruð tónleika boðið upp á blús eins og hann gerist bestur. Halldór Bragson er listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík og formaður Blúsfélags Reykjavíkur. Guðmundur Pétursson er einn besti gítarleikari á Íslandi og hrein unun að heyra hann í því sem hann er bestur; að spila blús með Vinunum. Ágeir Óskarsson trommuleikari hefur komið víða við. Hann hefur leikið með mörgum bestu hljómsveitum landsins, þar á meðal Rifsberja, Eik, Pelikan, Póker, Stuðmönnum, Hinum íslenska þursaflokki og Vinum Dóra. Jón Ólafsson er bassaleikari Vinanna. “Kletturinn” er Jón oft kallaður. Hann byrjaði ferilin í Töturum, Pelikan, Start og fleiri sveitum.
Vinir Dóra gengu hefbundna blúsbraut lærðu af þeim bestu, eins og Pinetop Perkins í Chicago, og halda áfram að bera þann kyndil blússins áfram inní framtíðina og miðla tónlist sinni.Tónleikar Vinana eru sveipaðir goðsagnakenndum ljóma blúsunnenda en aldrei er vitað fyrirfram hverju tónleikagestir þeirra eiga von á. Vinir Dóra eru ótvírætt ein besta tónleikasveit á landinu og þó víðar væri leitað. Þeir fagna í ár 20 ára afmæli sínu og koma af því tilefni fram á tvennum tónleikum á Blúshátíð.
Vinir Dóra leika á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudagskvöldið 7. apríl, með Pinetop Perkins og fimmtudagskvöldið 9. apríl með gömlum vinum sínum auk Deitru Farr, Ragnheiðar Gröndal, Andreu Gylfadóttur , Davíð Þór Jónssyni og fleirum. Á tónleikunum kemur einnig fram Finnskogen Blues Band frá Noregi.
Nordic All Stars Blues Band er afkvæmi Blúshátíðar í Reykjavík en til þess var stofnað til að efla tengsl norrænna blúsmanna. Á Blúshátíð í fyrra var Stjörnubandið skipað Björgvin Gíslasyni gítarleikara, norska dúóinu Jolly Jumper & Big Moe, Pétri Östlund trommuleikara og sænska bassaleikaranum Krister Palais. Í ár verða bæði gamlir og nýir stjörnuspilarar skipaðir í öndvegið, en það verður okkar ástsæli KK, sem leiðir bandið ásamt Deitru Farr sem býr nú í Noregi .
KK. Blúsfélag Reykjavíkur gerði KK, Kristján Kristjánsson að heiðursfélaga , við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2007 á Hilton Reykjavík Nordica, KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi, Nýlega gaf hann út plötuna Blús, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. www.kk.is
Krister Palais Hann kveðst vera sænskur flækingur og víst er að margt hefur drifið á daga hans. Hann fékk leið á að heita bara Palle Paulsson, og tók sér listamannsnafnið Krister Palais . Krister spilaði á bassa í nokkrum vinsælustu dægurlagahljómsveitum Svía á sjöunda áratugnum. Ferðaþráin dró hann til Parísar árið 1966, þar sem hann upplifði stúdentabyltingu og spilaði box, þar til hann sneir aftur heim til Svíþjóðar áratug síðar. Þá tók hann sér bassann aftur í hönd og fór fyrir alvöru að spila blús, meðal annars með hljómsveitunum Peoples People, Midnight Express og Berkely Caesar. Flökkueðlið lét enn á sér kræla og Krister kom sér fyrir í Saharaeyðimörkinni og lagðist í flakk með Túaregum, frumbyggjum eyðimerkurinnar í suður Alsír. Þaðan lá leiðin til Gotlands, þar sem blúsþráðurinn var tekinn upp að nýju, en þegar dóttir hans í Haugasundi í Noregi eignaðist barn, fannst afanum réttara að flytja til Noregs til að geta verið nærri afabarninu. Í Noregi starfaði Krister Palais í níu ár sem útvarpsmaður og greinahöfundur fyrir blústímarit, meðal annars fyrir Jefferson Blues Magazine. Á þeim vettvangi hefur hann tekið viðtöl við stjörnur á borð við Buddy Guy, Luther Allison, Otis Rush, Ike Turner, Deitru Farr, Ronnie Baker Brooks, Wilson Pickett, Johnnie Johnson, Billy Boy Arnold, Magic Slim, Jimmy Dawkins, Solomon Burke, Bernard Allison og Peter Green. Kynni hans af bestu vinkonu Blúshátíðar í Reykjavík, Deitru Farr, fyrir tilstilli Blúshátíðar í Reykjavík, kveikti ást, sem innsigluð var með brúðkaupi 2008. Hann leikur með Broken Boots í Noregi.
Nordic All Stars Blues Band leikur á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudagskvöldið 7. apríl.
Blúsmenn Andreu eru ein vinsælasta blússveit landsins enda er forsprakkinn, Andrea Gylfadóttir, ein besta og virtasta söngkona þjóðarinnar.Blúsmenn Andreu leika á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudagskvöldið 8. apríl.
.Andrea Gylfadóttir nam sellóleik í Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Garðabæjar og einnig í einkatímum. Hún stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur á árunum 1985 til 1987 og tók þaðan burtfararpróf árið 1987. Plöturnar sem hún hefur sungið inná tugum, hvort heldur sem einstaklingur undir eigin nafni eða með þeim hljómsveitum sem hún hefur starfað með, en þær eru ornar nokkrar í gegnum tíðina eins og
Grafík
Vinir Dóra
Blúsmenn Andreu
Borgardætur
Todmobile
og ýmsar jazzhljómsveitir.
Mugison fór til útlanda að læra upptökur ungur að aldri en þegar hann kom heim tók hann upp fyrstu plötuna sína, Lonely Mountain, heima í herbergi sínu. Platan kom út og þótti afbragðs verk og var gefin út á Íslandi og víða í Evrópu. Í kjölfarið var Mugison fenginn til að gera tónlist við kvikmynd Friðriks Þórs, Niceland. Hann sló ekki slöku við og gerði tónlistina við Niceland ásamt því að taka upp aðra breiðskífu sína, Mugimama, is this monkey music? sem vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem poppplata ársins og var lagið Murr Murr valið besta lag ásamt því að Mugison var tilnefndur sem besti söngvari og besti flytjandi ársins.Þriðja plata Mugison kom út árið 2005 og heitir A Little Trip to Heaven, gerð við samnefnda kvikmynd Baltasars Kormáks. leikur á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudagskvöldið 8. apríl.
Mugison og Papamug hafa séð um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður síðastliðin ár. Aldrei fór ég suður er einnig nefnd Rokkhátíð alþýðunnar þar flytja tónlist sína ýmsar hljómsveitir, þekktar sem óþekktar.
Finnskogen Blues Band Gullár gítarsins, árin 1967 – 1972, er það tímabil sem tríóið Finnskogen Blues Band helgar sig. Bandið sækir innblástur til listamanna eins og Muddy Waters,Jimi Hendrix, Fleetwood Mac og Bluesbreakers, og semur sína eigin blúsa. Finnskogen Blues Band var stofnað 2005 og er skipað Ove Berg gítarleikara og söngvara, Arne Østvang bassaleikara og Ketil Berg á trommur.
Finnskogen Blues Band leikur á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudagskvöldið 7. apríl.
Miðasala er á www.midi.is
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 10:07
Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur .
Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur .
Mætum öll á Blúskvöldin okkar.
www.blues.is
Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað þann 6 nóvember 2003 á Kaffi Reykjavík. Þar komu saman helstu merkisberar blústónlistar á Íslandi og spiluðu saman fyrir fullu húsi af áhugafólki um blús. Tilgangur félagsins er að auka hróður blússins á Íslandi.
Með stofnun Blúsfélags Reykjavíkur er markmiðið að greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk í eitt félag sem ætti að auðvelda framgang tónlistarinnar.
Tónlist | Breytt 2.1.2009 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2008 | 10:39
Fríkirkjan
Sálmar - er yfirskriftin á lokatónleikum Blúshátíðar - og núna voru það bæði íslenskir sálmar, gospel og fleira. Andrea Gylfadóttir og Ellen Kristjánsdóttir sungu uppáhaldssálmana sína Þetta var óskaplega fallegt. Tena Palmer söng líka sveitasálm og svo kom KK og söng lögin sín - og fékk frænkur sínar þrjár til að syngja Ú. Ellen söng með dætrum sínum . Þær voru yndislegar. Bjössi Thor lék eitt lítið lag - gott uppbrot í sönginn. Deitra Farr var stórkostleg - og hreif salinn með sér í söng og klapp. Hljómsveit kvöldsins var Riot að Dóra Braga undanskildum, og með nýjum píanóleikara, Eyþóri Gunnarssyni sem kom í staðinn fyrir Jón Ólafsson. Aðrir í bandinu Bjössi Thor, Jón Rafnsson og Ásgeir Óskarsson. Tónleikunum lauk í einhverslags gospelorgíu, þar sem allir flytjendur kvöldsins sungu This Little Light of Mine. Halldór Bragason þakkaði gestum komuna á Blúshátíð, kvaddi og sleit hátíðinni.
Tónlist | Breytt 9.4.2008 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
juliusvalsson
-
gudnim
-
sax
-
begga
-
elinora
-
daath
-
kjarvald
-
jakobsmagg
-
palmig
-
bbking
-
kallimatt
-
johannbj
-
isdrottningin
-
asarich
-
vestfirdir
-
esv
-
vefritid
-
juljul
-
snorris
-
theld
-
annabjo
-
hof
-
arnaeinars
-
malacai
-
andres
-
acefly
-
austurlandaegill
-
saxi
-
coke
-
skinkuorgel
-
holmdish
-
mrsblues
-
ingvarvalgeirs
-
jensgud
-
kafteinninn
-
ketilas08
-
kiddirokk
-
larahanna
-
lindagisla
-
meistarinn
-
mariaannakristjansdottir
-
martasmarta
-
toshiki
-
vorveisla