Leita í fréttum mbl.is

Blúshátíð í Reykjavík hefst á morgun

Blúshátíð í Reykjavík hefst á morgun, þriðjudag. Á setningarathöfn á Nordica Hotel kl. 17, verður tilkynnt um úrslit í vali á heiðurfélaga Blúsfélags Reykjavíkur, Gestir hátíðarinnar mæta á setningarathöfnina og auðvitað verður boðið upp á lifandi blús.Handhöfum blúsmiða er boðið á setningu.

Tónleikar verða þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld kl. 20 á Nordica, og Klúbbur blúshátíðar uppúr kl. 22 á Domo.

Á Blúshátíð koma saman erlendar stórstjörnur, besta blúsfólk Íslands, og nýliðar blússins. Á Blúshátíð í fyrra lék lítt þekktur bassaleikari í einni af ungliðahljómsveitunum, í ár snýr hún til baka sem upprennandi stjarna, sem kallar sig Lay Low. Stórstjörnurnar í ár koma frá Chicago, Zora Young sem bræddi hjörtu Íslendinga á síðustu Blúshátíð, og Ronnie Baker Brooks, sem er kominn á toppinn vestanhafs þótt ungur sé. Bæði eru þau tilnefnd til stærstu blúsverðlauna Bandaríkjanna í ár, hvort í sínum flokki.

Íslensku blúsararnir láta sitt ekki eftir liggja. KK,  Blúsmenn Andre, Blue Ice Bandið verða öll í stórum hlutverkum á hátíðinni, og hinn eini og sanni Kentár, fagnar 25 ára blúsafmæli sínu á hátíðinni í ár. Góðir gestir frá Noregi sækja hátíðina heim í ár, Jolly Jumper og Big Moe, sem sækja sinn stíl í gömlu blúshefðina.

Að kveldi föstudagsins langa verða sálmatónleikar í Fríkirkjunni, eins og hefð er orðin á Blúshátíð, sem negrasálmar og frelsissöngvar blökkumanna verða sungnir og leiknir.

Upplýsingar á www.blues.is um dagskrá og  miðasala á www.midi.is og í búðum á þeirra vegum


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband