Leita í fréttum mbl.is

Yardbirds - gáfu ekkert eftir

Ég held að það hafi komið mörgum á óvart hvílíkt þrusuband The Yardbirds eru.  Chris Dreja eins og klettur á vængnum og ungu mennirnir tveir gítarleikarinn Ben King, og bassaleikarinn John Idan hreint ótrúlega flinkir og staðfastir blúsrokkarar.  Jim McCarty er enn flottur trommuleikari og munnhörpumaðurinn Alan Glen var líka fínn. Sjóið í gærkvöldi byrjaði reyndar með Nordic All Star's Blues Band, og það verður að segjast eins og er að þessi fyrsta opinbera birtingarmynd grúppunnar var mjög skemmtileg.  Sérstaklega var gaman að hafa Pétur Östlund á settinu - hann er göldróttur bókstaflega.

  IMG_1948a

Hér á myndinni eru Bjöggi Gísla og KK í miklum ham.  Pétur lét bera annað sett inn á sviðið  - Sonor sett, í næsta atriði þar sem hann spilaði einnig - það voru Bláir skuggar.  Jón Páll Bjarnason, Þórir Baldursson, Pétur og Siggi Flosa.  Þeir voru pottþéttir og bláa djassgrúvið þeirra iðandi.  Þessir herramenn eru töffarar af guðs náð og spila eftir því.  En svo komu Yardbirds og byrjuðu með trukki, - tóku bæði gamla standarda og fleira.  Það var gaman að heyra I ain't got you, - rífandi dúndurstemmning í salnum.  Þeir geta varla fengið betri sal en var á Nordica í gærkvöldi.  I´m a Man - blúsbloggari varð unglingur í annað sinn.   Ég held að flestum hafi þótt flottast að heyra Dazed and confused með þessari sögufrægu eðalsveit.  Jú, lagið er vissulega eftir Jimmy Page og þekkast með Led Zeppelin, en hann samdi það meðan hanan var enn í Yardbirds, og þeir frumfluttu það og spiluðu, áður en hann hætti í bandinu.  Frábært!!!   Ungliðarnir á Rúbín voru í banastuði, - það var einmitt ágætt á eftir Yardbirds að fá Cream lög.  Miðaldra unglingar fóru á dansgólfið og það var gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband