21.3.2008 | 17:00
Eldfimt stuđ og blćđandi hjörtu
Ţađ verđur ekki auđvelt ađ rađa saman lýsingarorđum til ţess ađ gefa mynd af tónleikunum í gćrkvöldi, sem voru 5 ára afmćlishátíđ Blúshátíđar í Reykjavík. Ţar komu fram allir heiđursfélagar Blúsfélags Reykjavíkur, nema Magnús Eiríksson, sem átti ekki heimangengt. Ţetta fór allt mjög mildilega af stađ, og Tena Palmer og Gras kveiktu neistana međ ilmandi blágresi sem gerist ekki betra hér á landi. Međ henni í bandinu voru Jón Skuggi á bassa, KK og Gummi P á gítar og Maggi Einars á mandólín. Bergţór Smári tróđ nćst upp međ Moodinu sínu. KK og KK bandiđ - ja, hvađ getur mađur sagt? er ekki Sesar búinn ađ nota orđin "komu, sáu og sigruđu"- ţeir sigruđu hjörtu salarins med det samme, og keyrđu allt upp og í botn. Ţorleifur á bassann, Björgvin Gíslason á gítar. Dóri Perkins, - eđa var ţađ Pinetop Bragason á hammondinn. Sá hélt reyndar á köflum ađ hann vćri í hljómsveitinni Uriah Heep. Gaman ađ sjá Mr. Blues í ţessu hlutverki. Ţetta eru magnađir blúsarar. Ţađ varđ ekkert lát á ţessu fjöri. Andrea var gyđja kvöldsins, flott, sjóđandi heit og söng međ blćđandi blúshjarta - guđ minn góđur... mađur ţorir varla ađ anda..... og svo engin pylsuendarúsína, heldur vinkona blúsbloggsins Deitra Farr og Vinir Dóra. Ţetta var sprengja, algjör sprengja, ekki hćgt ađ sitja kyrr ekki hćgt ađ fara ekki inn í grúviđ - klappa međ, dilla sér, syngja, gleđjast, - blúsálfarnir í salnum umturnuđust. Ţađ er eitthvađ magnađ í gangi milli Dóra og Deitru - Dóri var í svakalegu stuđi og reif frá sér sólóin hvert af öđru, sóló bćđi á gítarinn gamla Rauđ og ţann nýja Múhameđ. Deitra hefur aldrei veriđ betri á íslensku sviđi. Davíđ Ţór á hammondinn fór algjörlega á kostum - í tali og tónum, Gummi P líka - bara í tónum. Ţessir tvíburasynir Karls Sighvatssonar eru snillingar. Geiri á trommur og Jón artisti Ólafsson á bassann - ţetta kraumađi allt af góđum fíling. Sjóiđ endađi međ ţví ađ allir listamenn kvöldsins komu á sviđiđ og tóku Let the Good Times Roll sem var fyrst flutt 1917 í New Orleans . Jamen. Klassart var rétt ađ ljúka sínum leik á Rúbín ţegar blúsbloggiđ mćtti á stađinn. Ester og Rćtur tóku viđ og spiluđu ţar til helgi föstudagsins langa opinberađist í ţví ađ ljósin voru kveikt og barnum lokađ.
Dóri kynnir fyrsta atriđi kvöldsins, Tenu Palmer og Gras
KK bandiđ
The organist.
Deitra Farr. Flott. Framdi seiđ međ Dóra.
Hver sagđi ađ lífiđ vćri auđvelt?
Langflottastar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.