7.3.2008 | 19:42
Skelltu ţér til Reykjavíkur á Blúshátíđ um páskana
Tónlist | Breytt 8.3.2008 kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 15:44
Heiđursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2008 | 15:10
Hćgt er ađ sćkja veggspjald Blúshátíđar í Reykjavík
Viđ látum fylga međ plakat Blúshátíđar í Reykjavík 2008 ađ ósk margra félaga sem ćtla ađ prenta ţađ út , hengja upp á kaffistofum og ţar sem ţađ á viđ . Hvetjiđ vini,vandamenn og vinnufélaga ađ skella sér á Blúshátíđ og látiđ sem flesta vita af hinni frábćru dagskrá hátíđarinnar og smitum ţá af blús.
Magic Slim | Ţađ ţarf ekki ađ fjölyrđa um ţađ ađ koma Magic Slim and The Teardrops á Blúshátíđ í Reykjavík er einn af hápunktum hátíđarinnar frá upphafi og um leiđ stórviđburđur í sögu blústónlistarinnar á Íslandi. Margir muna eftir Ronnie Baker Brooks í fyrra, en ţađ er ólýsanlegt ađ sjá alvöru Chicago blúsband á sviđi. Magic Slim sjálfur er einn af lifandi gođsögnum Chicago-blúsins. Magic Slim er međ ţjár Blues Music Awards tilnefningar í ár međ hljómsveit ársins, blúsmađur ársins og plata ársins.
The Yardbirds | Enginn ćtti ađ láta Yardbirds fram hjá sér fara . Yardbirds voru teknir inn í höll frćgđarinnar 1992 og eru stórmerkileg skapandi sveit. Mörg af fyrstu lögum Led Zeppelin voru samin í The Yardbirds .Bandiđ í dag er frábćrt og fengur fyrir okkur ađ fá ţá á Blúshátíđ.
Svo fögnum viđ öll saman 5 ára afmćli Blúshátíđar á skírdag međ Deitru Farr og öllum heiđursfélögum félagsins okkar ásamt Bergţóri Smára, Tenu Palmer og fl., .
Deitra Farr og Borgardćtur | Ţađ er tilhlökkunarefni ađ vita af yndislegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík á föstudaginn langa međ Borgardćtrum sem sýna á sér nýja hliđ, Deitru Farrr ,Tenu Palmer og Riot bandinu. Ţeir sem ekki hafa komiđ áđur í kirkjuna vita ekki hverju ţeir hafa misst af undanfarin ár.
Tónlist | Breytt 6.3.2008 kl. 15:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 15:54
Ný skođanakönnun hér til hćgri
Tónlist | Breytt 4.3.2008 kl. 14:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 14:07
Enn ađ bćtast viđ atriđi á Blúshátíđ í Reykjavík
BLÚSHÁTÍĐ Í REYKJAVÍK 2008
Hilton Reykjavík Nordica, býđur öllum gestum Blueshátíđar 2008 tilbođ á gistingu 17.-22.mars. Nánari upplýsingar, verđ og bókanir í síma 444 4000 eđa međ tölvupósti icehotels@icehotels.is
Borđapantanir á Blúshátíđ í Reykjavík
Veitingahúsiđ VOX á Hótel Nordica ćtlar ađ bjóđa uppá sérstakan matseđil í tilefni Blúshátiđar
Borđapantanir Reservations vox@vox.is vox@vox.is Sími: 444-5050 Tel: 444-5050
Matargestir VOX fá frátekin borđ á tónleikunum kl 20 um kvöldiđ.
Blúshátíđ í Reykjavík 2008 18. 21. mars
Margt um ađ vera á Blúshátíđ . Tónleikar verđa á Hilton Reykjavik Nordica hóteli ţriđjudags, miđvikudags og fimmtudagskvöld kl. 20 og sálmatónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík ađ kvöldi föstudagsins langa, en öll kvöldin nema á föstudagskvöld verđur starfrćktur klúbbur Blúshátíđar á Rúbín og hefst dagskrá ţar ađ stórtónleikum loknum, eđa um kl. 22. Ađ vanda á Blúshátíđ í Reykjavík samstarf viđ Blúsfélag Reykjavíkur ađ heiđra blúslistamann, en í fyrra hlaut KK ţann heiđur.
Fréttir á www.blues.is miđasala www.midi.is
netfang BLÚSHÁTÍĐ Í REYKJAVÍK bluesfest (hja) blues.is
Miđarnir renna út eins og lummurnar hennar ömmu, tryggiđ ykkur miđa.
Magic Slim er einn af lifandi gođsögnum Chicagoblúsins, međ djúpar rćtur í suđrinu. Hann fćddist í Mississippi 1937, lćrđi á píanó, en varđ ađ hćtta ţegar hann missti fingur viđ bómullartínslu, barn ađ aldri. Ţá sneri hann sér ađ gítarnum og fór ađ spila blús. Um tvítugt fetađi hann í fótspor margra fátćkra suđurríkjamanna og fór til Chicago. Hann reyndi ađ koma sér á framfćri í blúsborginni nýju, en ţótti ekki nógu góđur. Hann fór aftur suđur, stađráđinn í ađ finna sinn eigin tón í rótum tónlistarinnar. Tíu árum síđar, áriđ 1965 sneri hann aftur til Chicago međ hljómsveit sína, The Teardrops, og nú voru mótttökurnar allt ađrar og betri. Magic Slim and The Teardrops urđu á fáum árum eitt af heitustu böndunum í blúsnum, og gáfu út hverja plötuna á fćtur annarri. Ţegar annar gítarleikari bandsins, John Primer hćtti til ađ gefa sig ađ eigin sólóferli, spáđu ýmsir ţví ađ dagar Magic Slims og Teardrops vćru á enda, ţví sándiđ í bandinu myndi ekki jafna sig eftir brotthvarf Primers. Raunin varđ önnur og margar bestu plötur ţeirra hafa komiđ út síđasta áratuginn. Ţađ ţarf ekki ađ fjölyrđa um ţađ ađ koma Magic Slim and the Teardrops á Blúshátíđ í Reykjavík er einn af hápunktum hátíđarinnar frá upphafi og um leiđ stórviđburđur í sögu blústónlistarinnar á Íslandi.www.magicslimblues.com
Magic Slim er međ ţjár Blues Music Awards tilnefningar í ár međ hljómsveit ársins, besti blúsmađur ársins og besta plata ársins.
Traditional Blues Male Artist of the Year
Bob Margolin
Hubert Sumlin
Lurrie Bell
Magic Slim
Nappy Brown
Phillip Walker
Historical Album of the Year
Blind Pig - The Essential Magic Slim - Magic Slim
Blue Witch - House Rockin' and Blues Shoutin' - Various Artists
Delmark - Kidney Stew Is Fine - Eddie "Cleanhead" Vinson
Delmark - Steady Rollin' Man - Robert Jr. Lockwood
Epic/Legacy - Breakin' It Up & Breakin' It Down - Muddy Waters, Johnny
Winter, James Cotton
Band of the Year
Lil' Ed & the Blues Imperials
Magic Slim & the Teardrops
Mannish Boys
Nick Moss & the Flip Tops Another great Chicago band!
Watermelon Slim & the Workers
In 2003 Magic Slim and the Teardrops were officially recognized as the finest blues band in the land when they won the coveted W.C. Handy Award as "Blues Band Of The Year." It was the sixth time Slim has won a Handy Award, considered the highest honor in the blues field.
2008 Blues Music Awards given by the Blues Foundation . Here's the list of nominations.
The Yardbirds
Hún er vagga ensku blúsbylgjunnar og gat af sér snillingana Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page, hljómsveitin Yardbirds er loks á leiđinni til Íslands og spilar á Blúshátíđ í Reykjavík. Ţađ er rétt ađ ţađ má vissulega kalla Yardbirds vöggu ensku blúsbylgjunnar, en á sama tíma var bandiđ ein af fyrstu súpergrúppum rokksins, međ ţví ađ vera ein mikilvćgasta rannsóknarstofa síns tíma fyrir tilraunir međ sérkenni og samruna blústónlistar, R&B og rokks. Niđurstöđur gítarsnillinganna áđurnefndu úr ţeim rannsóknum áttu eftir ađ gjörbreyta hugmyndum fólks um gítarinn og hlutverk hans í tónlistinni. Hljóđveröld gítarsins sá nýjar víddir, og nýjir möguleikar gítarleikaranna til ţess ađ sýna virtúósíska takta breyttu ímynd gítarleikarans fyrir lífstíđ.
The Yardbirds byrjuđu ađ spila saman upp úr 1960 undir hafninu Metropolis Blues Quartet í úthverfum Lundúna og voru fljótir ađ skapa sér nafn. Um tíma, eftir ađ Eric Clapton hćtti í hljómsveitinni, voru ţeir Jeff Beck og Jimmy Page báđir gítarleikarar hljómsveitarinnar. Örar mannabreytingar og ágreiningur um ţađ hvert skyldi stefna í tónlistinni varđ ţó á endanum banabiti garđfuglanna, áriđ 1968. Áriđ 2003 var bandiđ lífgađ viđ međ nýjum gítarleikara, platan Birdland kom út, og nú túra ţeir heiminn og sýna veröldinni hvađ ţađ var sem gerđi Yardbirds stórkostlega grúppu.www.theyardbirds.com
Drottning Chicago blúsins Deitra Farr
Ein af bestu vinkonum íslenska blússins, Chicago dívan Deitra Farr , kemur líka á Blúshátíđ í Reykjavík í vor. Deitra hefur oft komiđ til Íslands, síđast á Blúshátíđ í Reykjavík 2006, og á Djasshátíđ á Egilsstöđum í sumar ţar sem hún söng međ hljómsveitinni Riot og James Carter saxófónleikara. Deitra kom fyrst fram Djasshátíđinni fyrir austan áriđ 1992. Jón Hilmar Kárason framkvćmdasjóri hátíđarinnar sagđi í Moggaviđtali fyrir tónleikana í fyrra, ađ ţegar hún kom fyrst austur hefđi Deitra veriđ alveg mögnuđ. Eftir tónleika hennar og Vina Dóra á Blúshátíđ í Reykjavík 2005 skrifađi Vernharđur Linnet međal annars: Lágvaxin og hnellin steig Deitra á sviđ eftir ađ Dóri og Gummi höfđu hellt úr tilfinningaskjólum Mississippidelta-blússins yfir okkur og hćgasta tempóiđ hjá henni var medíum. Hún hefur fína blúsrödd, sterka og grófa einsog Bessie og allar Smith-stelpurnar. Deitra hreif mig mest ţegar hún söng í klassískum blússtíl eins og Je me souviens og Black nights ţar sem hún og Dóri fóru á kostum, bćđi međ hatta á höfđi horfđust ţau í augu međan Dóri ţandi gítarinn í ekta Chicago-blússóló og kyssti Deitru svo viđ dúndrandi gítartrillur. Deitra Farr hefur hlotiđ fjölda verđlauna og komiđ fram á blúshátíđum um allan heim. Hún kom hingađ til lands áriđ 1992 og fór í tónleikaferđ međ Vinum Dóra og hljóđritađi međ ţeim lög á diskinn " Mér líđur vel" sem er ófáanlegur. Ţá var hún ung og efnileg en nú er hún orđin ein af bestu blússöngkonum heims.
Á tónleikum 2005 á föstudaginn langa söng Deitra Farr nokkra ţekkta sálma upp úr sálmabók afa síns sem hún hafđi tekiđ međ sér ađ heiman og hreif áhorfendur međ sér bćđi í rólega íhugun og banastuđ ţegar hún söng sálminn This little light of mine ţannig ađ allir kirkjugestir voru farnir ađ klappa međ. . Ekki verđur um villst hvernig negrasálmar og blús eru tengd órjúfanlegum böndum og úr varđ í kirkjunni upplifun sem verđur lengi í minnum höfđ ţar sem tónlistin réđi ríkjum en tilefni dagsins og alvara voru ţó aldrei langt undan . www.deitrafarr.com
Magnús Eiríksson er ekta. Tónlistarmađur sem býr til tónlist eins og hún gerist best, fullkomlega einlćg, alveg hrein og bein. Magnús stofnađi blúskompaníđ sitt áđur en sögur hófust .Maggi Eiríks var fyrsti heiđurfélagi Blúsfélags Reykjavíkur
Magnús hefur í ofanálag veriđ í einstaklega góđu formi síđustu árin ţar sem hann hefur einkum samiđ og sungiđ međ KK .
Blúsmenn Andreu eru ein vinsćlasta blússveit landsins enda er forsprakkinn, Andrea Gylfadóttir, ein besta og virtasta söngkona ţjóđarinnar.Blúsmenn Andreu koma fram á 5 ára afmćlishátíđ á Skírdag
Andrea Gylfadóttir nam sellóleik í Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Garđabćjar og einnig í einkatímum. Hún stundađi söngnám í Söngskóla Reykjavíkur á árunum 1985 til 1987 og tók ţađan burtfararpróf áriđ 1987. Plöturnar sem hún hefur sungiđ inná tugum, hvort heldur sem einstaklingur undir eigin nafni eđa međ ţeim hljómsveitum sem hún hefur starfađ međ, en ţćr eru ornar nokkrarí gegnum tíđina eins og Grafík, Vinir Dóra,
Blúsmenn Andreu, Borgardćtur, Todmobile, Tweety og ýmsar jazzhljómsveitir.
Krister Palais Hann kveđst vera sćnskur flćkingur og víst er ađ margt hefur drifiđ á daga hans. Hann fékk leiđ á ađ heita bara Palle Paulsson, og tók sér listamannsnafniđ Krister Palais . Krister spilađi á bassa í nokkrum vinsćlustu dćgurlagahljómsveitum Svía á sjöunda áratugnum. Ferđaţráin dró hann til Parísar áriđ 1966, ţar sem hann upplifđi stúdentabyltingu og spilađi box, ţar til hann sneir aftur heim til Svíţjóđar áratug síđar. Ţá tók hann sér bassann aftur í hönd og fór fyrir alvöru ađ spila blús, međal annars međ hljómsveitunum Peoples People, Midnight Express og Berkely Caesar. Flökkueđliđ lét enn á sér krćla og Krister kom sér fyrir í Saharaeyđimörkinni og lagđist í flakk međ Túaregum, frumbyggjum eyđimerkurinnar í suđur Alsír. Ţađan lá leiđin til Gotlands, ţar sem blúsţráđurinn var tekinn upp ađ nýju, en ţegar dóttir hans í Haugasundi í Noregi eignađist barn, fannst afanum réttara ađ flytja til Noregs til ađ geta veriđ nćrri afabarninu. Í Noregi starfađi Krister Palais í níu ár sem útvarpsmađur og greinahöfundur fyrir blústímarit, međal annars fyrir Jefferson Blues Magazine. Á ţeim vettvangi hefur hann tekiđ viđtöl viđ stjörnur á borđ viđ Buddy Guy, Luther Allison, Otis Rush, Ike Turner, Deitru Farr, Ronnie Baker Brooks, Wilson Pickett, Johnnie Johnson, Billy Boy Arnold, Magic Slim, Jimmy Dawkins, Solomon Burke, Bernard Allison og Peter Green. Kynni hans af bestu vinkonu Blúshátíđar í Reykjavík, Deitru Farr, fyrir tilstilli Blúshátíđar í Reykjavík, kveikti ást, sem innsigluđ var međ brúđkaupi nú um áramótin. Hann leikur međ Broken Boots í Noregi.
Bláir skuggar
Bláir skuggar, kvartett saxófónleikarans Sigurđar Flosasonar, kemur fram á Blúshátíđ Reykjavíkur miđvikudaginn 19. Mars. Tónleikarnir verđa útgáfutónleikar annars geisladisks kvartettsins, en hann hefur hlotiđ titilinn Blátt ljós . Fyrri diskur hlómsveitarinnar heitir Bláir skuggar og kom hann út í september sl og fékk frábćrar viđtökur. Ţađ er heiđur fyrir Blúshátíđ ađ fá ţessar gođsagnir til ađ koma fram .
Međleikarar Sigurđar eru úr framvarđasveit elstu starfandi kynslóđar íslenskra jazztónlistarmanna; Ţórir Baldursson á Hammond orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Tónlistin er öll eftir Sigurđ, skrifuđ sérstakelga fyrir ţennan kvartett. Hún byggir á blöndun jazz- og blústónlistar í ýmsum og ólíkum hlutföllum. Stílinn mćtti e.t.v. kalla íslenska útvíkkun á jazzstíl sem menn á borđ viđ Jimmy Smith, Art Blakey, Horace Silver, Stanley Turrentine, o.fl. lögđu upp í kring um 1960; lifandi og skemmtilegt, blúsađ og fjörugt. Blúsformiđ í jazztónlist er tekiđ til athugunar og út koma bćđi blúsar sem hljóma eins og eitthvađ allt annađ og lög sem hljóma eins og blús en eru ţađ ekki.
Geggjađ stuđ (Bláir skuggar á Múlanum)
Vernharđur Linnet, Mbl 12.6. 07
Ţađ er stórkostlegt hversu vel hefur tekist ađ gćđa blúsađa tónlist Sigurđar Flosasonar lífi á skífuni Bláum skuggum. Ţađ er engu líkara en hljóđveriđ sé fullt af fólki, en kannski ţurfa snillingar ens og ţeir sem Sigurđur hefur kallađ til leiks enga áheyrendur til ađ fremja galdurinn ađeins hvern annan Jón Páll Bjarnason er ásamt Gunnari heitnum Ormslev konungur íslensks nútímadjass og Ţórir Baldursson er "grúviđ" sjálft í öllum sínum margbreytilega hita. Pétur Östlund er svo hrynkóngurinn mikli og Sigurđur einn hinna fremstu af kynslóđinni er kom til sögunnar á Íslandi um 1980 er fyrrnefndir ţremenningar voru allir hljómlistarmenn erlendis. ...
Fyrri diskur hlómsveitarinnar heitir Bláir skuggar .Ómetanleg skífa fyrir alla sem gaman hafa af melódískum djassi, heillandi blús og hugmyndaríkum spuna. Ţađ ţarf ekki alltaf ađ vera ađ finna upp hjóliđ og á ţessari skífu er ţađ fyrst og fremst hljóđfćraleikurinn sem snertir hjartađ....Hiklaust fjögurra og hálfrarstjörnu skífa fyrir spilamennskuna og stemmninguna og hćkkum upp í fimm.
Vernharđur Linnet, Mbl 21.9'07
KK. Blúsfélag Reykjavíkur gerđi KK, Kristján Kristjánsson ađ heiđursfélaga , viđ setningu Blúshátíđar í Reykjavík 2007 á Nordica Hotel, KK hefur árum saman veriđ í fararbroddi í blústónlist á Íslandi, Nýlega gaf hann út plötuna Blús, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. www.kk.is
Gítargođsögnin Björgvin Gíslason var gerđur ađ heiđursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur á Blúshátíđ 2005 Björgvin lagđist í blúsvíking til Missisippi á áttunda áratugnum og lék um tíma međ blúsgođsögninni Clarance Gatemouth Brown sem lést nýlega.Eftir ađ Björgvin Gíslason hóf feril sinn sem gítarleikari í unglingahljómsveitinni Zoo hefur leiđ hans legiđ međ hverju vinsćldarbandinu á eftir öđru og um tíma var varla gefin út hljómplata hér á landi án ţess ađ Björgvin kćmi ekki ţar ađ sem gítarleikari enda um langt árabil veriđ einn fremsti snillingur landsins á ţađ hljóđfćri. Hljómsveitir eins og Pops, Náttúra, Pelican, Póker og Paradís voru hans annađ heimili međan frćgđarsól ţeirra skein hvađ skćrast. Nú síđast fer hann á kostum međ Mugison á Mugibúgí og neđanvatnssveitinni Vöđlunum . Björgvin leikur á Blúshátíđ međ Margréti Guđrúnardóttir og bandinu hans pabba ţríđjudaginn 18. Björgvin var sjálfkjörinn í fyrstu útgáfu af The Nordic All Stars Blues Band sem kemur fram í fyrsta sinn miđvikudagskvöldiđ 19.3. Hann ćtlar síđar ađ djamma međ KK og fleirum á 5 ára afmćlishátíđ á skírdag
Vinir Dóra hafa veriđ í fararbroddi blústónlistar á Íslandi síđan ţeir hituđu upp fyrir John Mayall áriđ 1989 og hafa haldiđ hundruđ tónleika bođiđ upp á blús eins og hann gerist bestur.Halldór Bragson er listrćnn stjórnandi Blúshátíđar í Reykjavík og formađur Blúsfélags Reykjavíkur. Guđmundur Pétursson er einn besti gítarleikari á Íslandi og ţađ er hrein unun ađ heyra hann í ţví sem hann er bestur; ađ spila blús međ Vinunum.Ágeir Óskars á trommum. Ásgeir hefur komiđ víđa viđ. Hann hefur leikiđ međ mörgum bestu hljómsveitum landsins, ţar á međal Rifsberja, Eik, Pelikan,Póker, Stuđmönnum, Hinum íslenska ţursaflokki og Vinum Dóra.Jón Ólafsson er á bassa. "Kletturinn" er Jón oft kallađur. Hann byrjađi ferilin í Töturum,Pelikan Start og fleiri sveitum.Vinir Dóra gengu hefbundna blúsbraut lćrđu af ţeim bestu og halda áfram ađ bera ţann kyndil blússins áfram inní framtíđina og miđla tónlist sinni.Tónleikar Vinana eru sveipađir gođsagnakenndum ljóma blúsunnenda en aldrei er vitađ fyrirfram hverju tónleikagestir ţeirra eiga von á á tónleikum ţeirra, örugglega ein besta tónleikasveit á landinu og ţó víđar vćri leitađ. Vinir Dóra hljóđrituđu disk međ blúsgođsögninni Pinetop Perkins 1993, en hann fékk í 2006 Grammy verđlaun fyrir framlag sitt til tónlistar, Lifetime Achievement Award .Pinetop er guđfađir Vina Dóra í blúsnum. Ţess má geta ađ Pinetop ţykir diskurinn međ Vinunum sín besta plata og kaupir hann af útgefanda í Chicago eintök til ađ selja á tónleikaferđum. Diskurinn Pinetop Perkins with the Blue Ice Band featuring Chicago Beau er enn á lista í öđru sćti eftir 12 ár á www.cdmojo.com og orđin cult plata seld á 80$ notuđ.
Norska blúsdúóiđ Jolly Jumper & Big Moe sćkir nú Blúshátíđ í Reykjavík í annađ sinn. Ţeir félagar sćkja sinn stíl í hefđina, eins og hún var á fyrri hluta síđustu aldar og leika á gítar og munnhörpu.www.jollyjumperandbigmoe.com/
The Ambassador of Hell
This year's 2001 Ambassador of Hell prize is awarded to two persons. They have earned the award by promoting Hell in a highly positive and favorable way internationally. No one can accuse these two gentlemen of being tongue tied, but it's through their music that they have promoted Hell, and made this place known far across the borders of Norway.These two well grown gentlemen are no other than Kjell Inge Brovoll and Jan Erik Moe, alias Jolly Jumper & Big Moe!
Ţá verđur sá viđburđur einnig á Blúshátíđ nú ađ The Nordic All Stars Blues Band kemur fram í fyrsta sinn, en ţađ er skipađ úrvali norrćna blúsmanna. Nordic all star's blues bandKK, Björgvin Gíslason, Pétur Östlund, Krister Palais , Jolly Jumper & Big Moe frá Hell í Noregi, og fl .........Einvaldur stjörnubandsins er Halldór Bragason.
the Riot
Hljómsveitin var stofnuđ 2006 af ţeim Birni Thoroddsen og Halldóri Bragasyni. Hlutverk hljómsveitarinnar sé ţó ađ gera uppreisn gegn formunum, eins og nafn hennar gefur til kynna. Riot eru í uppreisn gegn rokki, djassi og blús og "reglur" ţessara stefna eru sniđgengnar bćđi međ- og ómeđvitađ en í Riot eru margverđlaunađir ţekktir einstaklingar úr íslensku tónlistarlífi Björn Thoroddsen, Halldór Bragason, Ásgeir Óskarsson, og Jón Rafnsson. Hljómsveitini hefur veriđ frábćrlega tekiđ á öllum ţeim tónleikum sem hún hefur komiđ fram á. James Carter lék međ Riot á Jasshátíđ Austurlands s.l sumar ásamt blúsdrottningunni Deitru Farr. Riot eru ásamt Deitra Farr, Borgardćtrum , Tena Palmer og Eyţóri Gunnarssyni á Sálmatónleikum kl 20 á Föstudaginn langa. Stađur Fríkirkjan í Reykjavík.
Borgardćtur
Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Berglind Björk ţessar sönggyđjur er óţarft ađ kynna en listfengi og fallegur söngur hafa yljađ landanum um árabil. Nú ćtla ţćr ađ sýna á sér nýja hliđ í negrasálmum á tónleikunum á Föstudaginn langa ásamt Eyţóri Gunnarssyni píanóleikara og Riot.
Tena Palmer kemur frá Kanada hún kemur fram međ hljómsveitini Gras og syngur einnig á sálmatónleikum í kl 20 á föstudaginn langa í Fríkirkjunnií Reykjavík.Hún kenndi um tíma söng í FÍH skólanum. info hér
Bergţór Smári hefur spilađ blús vítt og breitt um landiđ síđustu ár, bćđi međ hljómsveitinni Mood og öđrum listamönnum. Hann hefur spilađ inn á ótal plötur en hyggst gefa út sólóplötu međ eigin efni á nćstu mánuđum.
Klassart í meistaraflokk KLASSART er splunkuný hljómsveit úr Sandgerđi sem samanstendur af systkinunum Smára og Fríđu Guđmundsbörnum. Ţađ er fremur sjaldgćft ađ hljómsveitir á Íslandi innihaldi systkini og eftirtektarvert fyrir vikiđ. Klassart hljómar nefnilega á ţessari fyrstu plötu sinni eins og sveit sem er búin ađ vera ađ gefa út plötur í áratug og búin ađ finna, móta og meitla tónlist sína og stíl. Lögin og textarnir eru í flestum tilvikum samvinna systkinanna og gengur sú samvinna í alla stađi upp, ţví textarnir eru í senn afslappađir, dularfullir og tregablandnir; eitthvađ sem á afskaplega vel viđ blúsađa tónlistina.Ţađ er yndislegt ţegar jafn-hćfileikaríkt fólk og hér er á ferđ stimplar sig inn í meistaraflokk međ svona góđri plötu ......úr umsögn í Morgunblađinu
Esther og Rćsisrotturnar skipađ af frábćrum tónlistarmönnum međ góđan feril í pokahorninu.ţeir spila pungmikinn kvennrembublues. Ferill ţessara sveitar er nýhafinn hann hófst á Janis Joplin Tribute tónleikunum á Organ 19 jan sl.
Kristinn Trommari og Esther hafa spilađ saman áđur í Blúsbandinu Rótum sem komu fram á ýmsum bluesviđburđum víđsvegar um landiđ frá árunum 1993-95. Hann er fyrrum Hjálmur og núverandi Baggalútur Esther hefur einnig veriđ ađ syngja međ hinum og ţessum ţar helst Hjálmum og á hinum og ţessum viđburđum um landiđ.
Brćđurna Börk og Dađa ţarf vart ađ kynna hinir gömlu fönkhundar úr Jagúar, Dađi er nú tónlistarstjóri hins geisivinsćla söngleiks Jesus Christ Superstar , Börkur í ýmsum verkefnum. Ingi bassaleikari er stórkostlegur útskrifađur úr Paul MacCartney skólanum í Liverpool og fyrrum međlimur í Pornopopp
Jón Meyvant & Blúsţrjótarnir
Sveitin var stofnuđ 2001 og hefur spilađ viđ mörg tilefni síđan. Spiluđu reglulega á Celtic Cross 2002-2003. Spila alltaf á Menningarnótt. Spila á blúskvöldum á Gauk á Stöng, Fógetanum, Kaffi Reykjavík. Grćna Hattinum, Ljósanótt, Ólafsfirđi, Börnetheatret Kristjaniu ofl ofl stađir. Ţetta hefur veriđ blús samfélag og menn hafa komiđ og fariđ. Síđast ţá voru Örn Arnarson gítar, Guđmundur Pálsson bassi, Ţorvaldur Ţorvaldsson trommur og Kristinn Ólafsson söngur og gítar
Ferlegheit frá Akranesi . ţeir spila frumsamin lög í bland viđ góđ cover lög. spiluđu t.d. á síđustu blúshátíđ á Domo og ţá spiluđu ţeir bara frumsamin lög. En allavega ţessi hljómsveit 2 og hálfs árs gömul og hafa veriđ virkir í sirca 1 og hálft ár. ţeir eru búinir ađ vera nokkuđ duglegir á síđasta ári og náđu ađ spila 30 tónleika á síđasta ári. Viđ höfum t.d. deilt tónleikum međ Blúsmönnum Andreu í bíóhöllinni á Akranesi, Tónleika međ KK, 23 des síđastliđinn og ţá komust fćrri ađ en vildu. . www.myspace.com/ferlegheit
Margrét Guđrúnardóttir og bandiđ hans pabba . Ţetta á eftir ađ koma á óvart en ţarna stígur á stokk ung sönkona međ eigiđ efni Margrét er 23 ára tónlistarnemi í FÍH, leggur ţar stund á jazz-pianó nám. Lögin hennar eru frekar blúsuđ en ţó međ popp ívafi. Stórsveitina hans pabba skipa: Ásgeir Óskarsson trommur, Tómas Tómasson bassi, Björgvin Gíslason gítar . Hver er pabbi? www.myspace.com/margretgudrunar
Tónlist | Breytt 2.3.2008 kl. 18:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 00:18
BLÚSHÁTÍĐ Í REYKJAVÍK 2008 dagskrá
BLÚSHÁTÍĐ Í REYKJAVÍK 2008
Miđarnir renna út eins og lummurnar hennar ömmu, tryggiđ ykkur miđa.
Blúshátíđ í Reykjavík 2008
18. 21. mars
Hilton Nordica Hotel kl. 17, setning í samstarfi viđ Rás 2
Blúslistamađur heiđrađur
Blúsdjamm
Stórtónleikar á Hilton Nordica Hotel kl 20
Magic Slim and the Teardrops frá Bandaríkjunum
Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi
og fl
Klúbbur Blúshátíđar á Rúbín frá kl 22
Blúsjamm nánar síđar
Ungir og upprennandi blúslistamenn
Miđvikudagur 19. mars
Stórtónleikar á Hilton Nordica Hotel kl 20
The Yardbirds
Nordic all star's blues band Krister Palais , Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi, og fl .
Bláir Skuggar: Sigurđur Flosason, Ţórir Baldursson , Jón Páll Bjarnason ,Pétur Östlund .
Klúbbur Blúshátíđar á Rúbín frá kl 22
Blúsjamm nánar síđar
Ungir og upprennandi blúslistamenn
Skírdagur 20. mars
Stórtónleikar á Hilton Nordica Hotel kl 20
5 ára afmćlishátíđ.
Allir bestu í 5 ár Deitra Farr, Vinir Dóra, KK, Blúsmenn Andreu, Maggi Eiríks, Björgvin Gíslason, Bergţór Smári og fl.
Tena Palmer frá Kanada & Gras
Ungir og upprennandi blúslistamenn
Klúbbur Blúshátíđar á Rúbín frá kl 22
5 ára afmćlishátíđ og blúsjamm nánar síđar.
Ungir og upprennandi blúslistamenn og fl.
Föstudagurinn langi 21. mars
Sálmatónleikar kl 20 Fríkirkjan í Reykjavík
Deitra Farr, Borgardćtur & Riot, Tena Palmer
og fl.
BLÚSHÁTÍĐ Í REYKJAVÍK 2008
Blúshátíđ í Reykjavík 2008
18. 21. mars
Dagskrá Blúshátíđar í Reykjavík sem fram fer í dymbilviku, hefur aldrei veriđ jafn glćsileg og nú, ţegar hátíđin fagnar fimm ára afmćli sínu. The Yardbirds, hljómsveitin sem kalla má vöggu bresku blúsbylgjunnar, kemur; Magic Slim lifandi blúsgođsögn frá Chicago kemur einnig međ hljómsveit sína, The Teardrops. Deitra Farr, blúsdrottning frá Chicago heiđrar Blúshátíđ enn međ nćrveru sinni, og Bláir skuggar, blúsađa djassbandiđ ţeirra Sigurđar Flosasonar, Jóns Páls Bjarnasonar, Ţóris Baldurssonar og Péturs Östlund leikur í fyrsta sinn á hátíđinni. Ţađ gera líka blúsmennirnir í Nordic All Stars Blues Band. Jolly Jumper og Big Moe koma í annađ sinn á hátíđina og Vinir Dóra láta sig ekki vanta.
Í tilefni af afmćli hátíđarinnar koma fram allir heiđursfélagar Blúsfélags Reykjavíkur frá upphafi, Magnús Eiríksson, Björgvin Gíslason, Andrea Gylfadóttir og KK. Tónleikar verđa kl. 20 ţriđjudag, miđvikudag og fimmtudag á Hotel Hilton Nordica; Klúbbur Blúshátíđar verđur sömu kvöld kl. 22 í stórglćsilegum sal Rúbín í Öskjuhlíđ, og ţakkargjörđ verđur sungin í sálmum, gospel og blús í Fríkirkjunni í Reykjavík á föstudaginn langa kl. 20 .
Fréttir á www.blues.is miđasala www.midi.is
Tónlist | Breytt 2.3.2008 kl. 18:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2008 | 20:22
Amerísk ţjóđargersemi á Blúshátíđ
Mogginn var á undan blúsblogginu međ ţessa frétt, en hér kemur hún fyrir ţá sem ekki sáu hana ţar:
ŢESSI mađur er algjört sjarmatröll og amerísk ţjóđargersemi, segir Halldór Bragason listrćnn stjórnandi Blúshátíđar í Reykjavík um Magic Slim sem verđur gestur hátíđarinnar sem fram fer dagana 18.-21. mars. Ţessi heimsţekkti blúsmađur kemur hingađ frá Chicago međ hljómsveit sína, The Teardrops. Ađ sögn Halldórs verđa tónleikar Magic Slim á Hotel Hilton Nordica á opnunarkvöldi hátíđarinnar, 18. mars, en fjöldi annarra tónleika verđur á hátíđinni sem nú fagnar fimm ára afmćli sínu.
Öfugt viđ tónlistarmenn sem öđlast frćgđ og frama í skyndi, og dala svo; hefur ferill Magic Slim veriđ rísandi sigurganga, og margar af bestu plötum hans hafa komiđ út á síđustu árum. Hann er nánast áskrifandi ađ tilnefningum til W.C Handy-blúsverđlaunanna sem eru ţau stćrstu og virtustu í blúsheiminum. Sem dćmi má nefna ađ áriđ 2003 voru Magic Slim og The Teardrops kosnir Blúsband ársins, og Magic Slim var á ţví tilnefndur til sömu verđlauna í fimm flokkum: Besti blússkemmtikraftur ársins, Besta blúsband ársins (verđlaunin sem hann hlaut), Besti gítarleikari ársins, Besta ţjóđlega blúsplata ársins og Besti ţjóđlegi blúslistamađur ársins.
Magic Slim og hljómsveitin hans hafa veriđ tilnefnd sem besta hljómsveit ársins síđan ţetta var áriđ 2004, 2005, 2006 og 2007, og oft í fleiri flokkum líka.
Magic Slim hefur haft gríđarleg áhrif á samtíma sinn og yngri tónlistarmenn líta upp til ţessa gamla snillings, sem nú stendur á sjötugu. Áriđ 1994 óskađi Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, sérstaklega eftir ţví ađ Magic Slim og Tárin yrđu opnunarband á stórum tónleikum ţeirra í New Regal Theater í Chicago.
Nýjasta plata Magic Slim, Anything can Happen, gefin út á CD og DVD hjá Blind Pig-útgáfunni, hefur fengiđ rífandi góđa dóma. Í hljómsveitinni eru auk meistarans Chris Biedron bassaleikari, John McDonald gítarleikari og bassaleikarinn Vernal Taylor, sem varđ ţekktur í spilamennsku međ Junior Wells.
Magic Slim sjálfur er einn af lifandi gođsögnum Chicago-blúsins, međ djúpar rćtur í suđrinu. Hann fćddist í Mississippi 1937, lćrđi á píanó, en varđ ađ hćtta ţegar hann missti fingur viđ bómullartínslu, barn ađ aldri. Ţá sneri hann sér ađ gítarnum og fór ađ spila blús. Um tvítugt fetađi hann í fótspor margra fátćkra suđurríkjamanna og fór til Chicago. Hann reyndi ađ koma sér á framfćri í blúsborginni nýju, en ţótti ekki nógu góđur. Hann fór aftur suđur, stađráđinn í ađ finna sinn eigin tón í rótum tónlistarinnar. Tíu árum síđar, áriđ 1965, sneri hann aftur til Chicago međ hljómsveit sína, The Teardrops, og nú voru móttökurnar allt ađrar og betri.
Magic Slim and The Teardrops urđu á fáum árum eitt af heitustu böndunum í blúsnum, og gáfu út hverja plötuna á fćtur annarri. Ţegar annar gítarleikari bandsins, John Primer, hćtti til ađ gefa sig ađ eigin sólóferli, spáđu ýmsir ţví ađ dagar Magic Slims og Teardrops vćru á enda, ţví sándiđ í bandinu myndi ekki jafna sig eftir brotthvarf Primers. Raunin varđ önnur og margar bestu plötur ţeirra hafa komiđ út síđasta áratuginn.
Ţađ ţarf ekki ađ fjölyrđa um ţađ ađ koma Magic Slim and The Teardrops á Blúshátíđ í Reykjavík er einn af hápunktum hátíđarinnar frá upphafi og um leiđ stórviđburđur í sögu blústónlistarinnar á Íslandi.
Eftir Bergţóru Jónsdóttur
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 09:36
Gengiđ í björg
"Ég fć hroll aftan í hálsinn og upp í hnakka," sagđi daman á barnum á Jólablús Vina Dóra í gćrkvöldi. Hún lýsti ţessu vel. Stemmningin var ótrúleg, Vinirnir í sínu allra besta formi, og gestirnir, KK og Björgvin Gíslason alveg svakalega góđir. Ţađ var líka heillandi ađ ganga inn í ţennan sal, Rúbín í Öskjuhlíđinni, eins og ađ ganga í björg til fundar viđ álfakónginn, töfrana, gulliđ hans og láta heillast - verđa ekki samur aftur. Ţannig spiluđu Vinir Dóra líka. Tónlistin var fjársjóđurinn sem stirndi á undir bláu berginu og kristalsljósunum. Ţeir voru ţéttir, hurfu gjörsamlega inn í tónlistina sjálfir og urđu eitt međ henni, grúviđ rosalegt og erfitt ađ hemja sig í sćtinu.
Eric Clapton átti ekkert í Hand Jive-iđ hjá ţeim, og If you love somebody.... mmmm ţar kom unađshrollurinn sem bardaman talađi um. I ain't got you var magnađ og tryllt stuđ í Shake your Moneymaker.... og svona vćri lengi hćgt ađ telja.
Nú geta jólin komiđ. Ţetta var fullkomiđ niđurlag á langri og strangri vinnuviku fyrir jól, ţađ slaknađi á öllu, slökknađi á stressinu og eftir sat tóm hamingja og gleđi, tónlist og unađur.
Oh yeah...
Gleđileg jól.
p.s. myndir og tóndćmi á blogginu hjá Júlíusi Valssyni
http://juliusvalsson.blog.is/blog/juliusvalsson/entry/397562/
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 15:58
Ike Turner látinn
Tónlist | Breytt 22.12.2007 kl. 09:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 18:19
Vinir Dóra & KK , Björgvin Gíslason & fl. Jólablús
Föstudaginn 21 . desember, kl. 21 á Rúbín Öskjuhlíđ ,gengiđ inn í björgin viđ hliđina á Keiluhöllinni Borđapantanir www.rubin.is
Í
miđjum erli ađventunnar, bjóđa Vinir Dóra upp á tćkifćri til ađ slaka á, njóta og hlusta á lifandi blús Í blúsnum býr treginn, ómur af svita og tárum, en líka gleđin og hamingja ţeirra sem rísa úr fjötrum og fjárhúsum heimsins til frelsis og birtu. Blúsinn er óđurinn til lífsins.
J
ólablús Vina Dóra verđa öđru vísi ađventutónleikar, og gestir ţeirra á tónleikunum eru : KK, Björgvin Gíslason gítarleikari og fleiri
V
inirnir eru sem fyrr: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari , Guđmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson gítarleikari og Jón Ólafsson bassaleikari.
Ţ
essir tónleikar eru einstakt tćkifćri til ađ hvíla sig á veraldlegu amstri ađventunnar, og hlusta á bestu blústónlistarmenn landsins miđla sínum bestu gjöfum.
nánar á www.blues.is
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- juliusvalsson
- gudnim
- sax
- begga
- elinora
- daath
- kjarvald
- jakobsmagg
- palmig
- bbking
- kallimatt
- johannbj
- isdrottningin
- asarich
- vestfirdir
- esv
- vefritid
- juljul
- snorris
- theld
- annabjo
- hof
- arnaeinars
- malacai
- andres
- acefly
- austurlandaegill
- saxi
- coke
- skinkuorgel
- holmdish
- mrsblues
- ingvarvalgeirs
- jensgud
- kafteinninn
- ketilas08
- kiddirokk
- larahanna
- lindagisla
- meistarinn
- mariaannakristjansdottir
- martasmarta
- toshiki
- vorveisla