Leita í fréttum mbl.is

Pinetop Perkins varð 94 ára í sumar !

 

Guðfaðir íslenska blúsins Pinetop Perkins varð 94 ára í sumar og er enn að.Hér eru myndir úr afmælinu. http://youtube.com/watch?v=tw-KKFbwCGg

http://youtube.com/watch?v=PKP0x8fk8PY


3 divur og Blue Ice bandið á tónleikunum í Niðarósi!

3 Divur og Blue Ice Bandið3 divur og Blue Ice bandið á tónleikunum í Niðarósi!


Aftur og nýbúnir

on the road í danmörkuÍ kjölfar heimsóknar Blue Ice Bandsins á Blúshátíðina í Niðarósi nú um helgina hefur hljómsveitinni verið boðið að spila aftur meðal frænda vorra í febrúar á næsta ári, á blúshátíð í suður Noregi.

Blúsmaðurinn Egill Skallagrímsson visiterar Niðarósdómkirkju

niðarósdómkirkja

Ár og dagar eru frá ferðum Egils Skallagrímssonar um Noreg. Einu sinni sem oftar bankaði hann uppá í Þrándheimi til að krefja Hákon Aðalsteinsfóstra sem þá þá var kóngur í Noregi um fé það er hann átti inni hjá honum og leyfi til að innheimta aðrar þær bætur og sakir er hann átti á menn.  Heimturnar sóttust Agli misvel, þótt á endanum kæmist hann ríkur maður aftur heim á Borg.

Þrátt fyrir hetjulund og ófáa bardagasigra var það harmurinn mikli, þegar Böðvar sonur Egils drukknaði, sem kostaði Egil næstum lífið. Þá var það frumburðurinn, Þorgerður, sem sá við depurð föður síns og lokkaði hann af slægð með sölvaáti úr lokrekkju sinni þar sem hann hafði lokað sig af í sorg sinni.  Þorgerður hvatti föður sinn til að yrkja Böðvari erfiljóð, og allir vita að þar varð til ein dýrasta perla íslenskra bókmennta.

Þráin til að skapa varð harminum yfirsterkari, og úr dýpstu sorginni var dýrt kveðið.

Mjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrægt
ór hugar fylgsni.

gluggi í niðarósdómkirkjuDóri varð fyrir sterkum hughrifum í Niðaróskirkju í gær.  Það vita allir hér um hans harma við sonarmissi, þeim þarf ekki að leyna.  Til Þrándheims var Dóri kominn í fótspor Egils, í friðarvíking við mann og annan og miðluðu um leið af sínum besta sköpunarmætti.  Það var Egill sem sótti á Dóra á þessu uppljómaða augnabliki í dómkirkjunni stórfenglegu.  Blúsmaðurinn Egill Skallagrímsson.  Líkt og hjá Agli, varð sköpunarþörf Dóra hans sorg yfirsterkari og það undur lífsins lifði hann í gær.  Allt er þetta amstur okkar blús, hvort sem það heitir Sonatorrek eða I'm tore down.

En Egill er Hoochie Coochie Man og það er Dóri líka - horfa brattir framan í heiminn hvað sem á bjátar, eins og allir þeir sem hafa reynt og lært að í blúsnum er líka leiðin til lífsins og gleðinnar.

Nú erum torvelt:
Tveggja bága
njörva nipt
á nesi stendr;
skalt þá glaðr
með góðan vilja
ok óhryggr
heljar bíða.

Ike Turner flengdur

Það hefur ekkert spurst af hýðingu Ikes Turners í gær.

Niðarós í álögum

The Blue Ice Band og dívurnar Grana' Louis, Deitra Farr og Zora Young komu, sáu og sigruðu og Blúshátíðinni í Niðarósi í gærkvöldi.  Salurinn var stútfullur af fólki - færri komust að en vildu, og troðið í öllum gættum og gáttum.  Tónleikarnir stóðu í einn og hálfan tíma, hver söngkona fékk hálftíma, Grana' byrjaði og tók salinn samstundis. Deitra tók næst við kyndlinum hélt uppi stemmningunni með okkar mönnum, og þegar Zora kom inn á sviðið og mælti:  "All your love", náði blúsfílingurinn hámarki.  Hún gaf allt í sönginn, og stemmningin í salnum var rosaleg.  Þetta var algjörlega toppurinn á kvöldinu, "mögnuð upplifun", að sögn Dóra.  Kannski að það hafi haft einhver áhrif á að magna töframátt kvöldsins, að hann var með Fender Blackface magnara sem eitt sinn var í eigu Frank Zappa.

"Rosalegir tónleikar", segja Blue Ice mennirnir og brjálað fjör.  Ehh... það var alla vega ekki hægt að hætta þegar tónleikarnir voru búnir.  Blue Ice Bandið vippaði sér yfir í blúsklúbbinn og djammaði þar og lék sér af lífs og sálar kröftum. Og til að gera fjörið betra, var Davíð Þór ýmist á bassa eða trommum, Dóri á hammondinum og Gummi P. söng - believe it or not:  La Bamba!  Hefðuð þið ekki viljað sjá þá uppákomu?

Þegar blúsklúbbnum lauk, var ekki um annað að ræða en að færa sig yfir í næsta sal, og þar munaði Davíð Þór ekki um að leika Goldbergtilbrigði Bachs, til að gleðja nærstadda.  Undir morgun lauk gleðinni með því að íslenski þjóðsöngurinn var sunginn við harmónikkuundirleik.

Það skal tekið fram að Íslendingarnir kíktu við hjá Ike Turner sem lék á eftir þeim, og þá var salurinn orðinn hálf tómur.  Rytmakóngarnir hans ekkert að gefa í leikinn, allir á nálum kringum ofurstjörnuna, - ef ekki bara skíthræddir.  Fyndnasta atriðið á tónleikum hans var þegar einhver pía kom fram á sviðið og strauk og klappaði Mr. Ike í bak og fyrir.  Jú, vissulega er Ike Turner íkon og hall of fame rokkari, en eitthvað hefur undan látið síðan hann var upp á sitt besta. 

Nú eru dívurnar lagðar af stað vestur um haf til Chicago og bandið líka, allir nema Dóri, sem þingar með Þrándheimsku blúsmafíunni í kvöld og á morgun, og þar verður að sjálfsögðu lagt á ráðin um frekari heimsyfirráð blússins - ja, alla vega á Norðurlöndunum. Frown 

 


Lærimeistarinn

Eyjólfur Ármannsson sendi Blúsblogginu meðfylgjandi kveðju í gærkvöldi:

Þar sem yngri lærisveinar  Pintops Perkins  f. 1913 þeir Dóri og Gummi hafa trúlega lokið sér af og Ike Turner sem líka var "skólaður" af þeim gamla er trúlega enn að spila leyfi ég mér að setja link á Pinetop leika árið 2005.

http://www.youtube.com/watch?v=UJnqcQmPAMo

 


Ike Turner flengdur

Dóri og Deitra á Blúshátíð í Reykjavík 2005Þrándheimur dansaði sig í rús í frávita gleði á tónleikum Blue Ice Bandsins á Blúshátíðinni í Niðarósi í gærkvöldi.  Forsvarsmenn hátíðarinnar horfðu forviða á, enda ekki vaninn að gestir hátíðarinnar tjái lífsgleði sína með svo dramatískum hætti. Fyrir framan sviðið fylltist sem sé allt af fólki sem var ekkert að spá í annað en að fíla kraftinn í bandinu.

Það virðist vera einhver lenska á þessum slóðum að skilgreina alla hluti EINS OG...  eitthvað annað, og voru norsku blússpekúlantarnir á því að The Blue Ice Band væru helst "eins og"  Cream og Canned Heat. Svosem ekkert leiðum að líkjast, en við hér vitum nú betur.  Auðvitað eru íslensku blúsmennirnir fyrst og fremst sjálfum sér líkir, og hafa sinn karakter og stíl á tæru.

En, eins og ég sagði í gær, þá var þetta gigg nú bara prufukeyrsla, svona uppfylling í staðinn fyrir norskt band sem datt úr skaftinu. Aðaltónleikarnir, með dívunum þremur verða í kvöld.

En það eru ekki bara norskir útvarpshlustendur sem njóta aukaverkefna Blue Ice Bandsins í þessu ferðalagi, því í dag verða þeir dregnir inn á fund norskra bankastjóra sem sýsla með mál Olíusjóðsins norska, en þetta fá þeir fyrir sinn snúð sem aðalstyrktraðilar hátíðarinnar.  Dívurnar verða með, og bandið á að flytja þrjú lög.  Hvernig er það, eru íslensku blúsmennirnir ekki "field-niggers" frekar en "house-niggers" - hvað skyldu þeir nú spila fyrir norska olíufursta?

Ike Turner mætti á svæðið í gær og það umturnaðist allt, allir á nálum um að gera stjörnunni til hæfis.  Svart ský af meðvirkum aðstoðarmönnum og "allt í lagi" gaurum hringsóluðu í kringum hann eins og maurar kringum drottningu sína.  Dietra Farr og Davíð Þór ætla að taka Ike afsíðis í dag og flengja hann rækilega fyrir meðferðina á Tinu. 

En af því að okkar fólk er að spila fyrir olíufurstana norsku, riðlast allar tímasetningar á hljóðprufum, og Blue Ice Bandið getur ekki mætt í sína hljóðprufu fyrr en eftir olíugiggið.  Það þýðir það að Ike þarf að bíða meðan okkar menn ljúka sér af. Skyldi mauraþúfan lifa það stress af?

Annars hafa íslensku blúsmennirnir tekið daginn rólega og skoðað Þrándheim í morgun, og finnst hann fagur, ekki síst dómkirkjan, sem þeir segja jafn stórbrotna og sögur herma. 

Og á myndinni hér fyrir ofan eru Dóri og Deitra á Blúshátíð í Reykjavík 2005.


Blátt áfram niðandi blá þrá í Þrándheimi

Landnám íslenskra blúsmanna í austuvegi er hafið.  Öfugþróun kunna sumir að sega, við yfirgáfum jú Noreg á sínum tíma, en því er nú ekki að heilsa, þar sem blúsmannlegt bróðerni einkennir íslensku innrásina þar nú.  Blúshátíðin í Niðarósi er hafin, og klukkan hálf fjögur í morgun lagði Blue Ice Bandið af stað yfir hafið og alla leið til Þrándheims.  Þangað voru þær komnar dívurnar þrjár, Zora Young, Deitra Farr og Grana' Louis, sem sungu með okkar mönnum á Blúshátíð í Reykjavík í fyrra.

Varla var okkar fólk lent þegar falast var eftir því að íslensku blúsmennirnir og þær amerísku kæmu fram í beinni útsendingu NRK, norska ríkisútvarpsins, sem var á staðnum að fylgjast með hátíðinni.  Dívurnar voru þreyttar eftir ferðalagið, en Blue Ice Bandið munaði ekkert um að taka tvö lög og snarstefjuðu heilmikinn blúsbálk með Niðaróss-shuffle hinu rammara, og brjálaði hammondsnillingurinn Davíð Þór Jónsson, sem er með með Blue Ice Bandinu í för, framdi hvern blámagnaða hljóðskúlptúrinn af öðrum að hætti hætti blúsmanna í Niðarósi til forna, ! jafnvel stórfenglegri en sjálfa Niðarósdómkirkju í öllu sínu aldagamla veldi.

Ekki nóg með þetta.  Vegna forfalla norsks blúsbands voru blúsmenn okkar góðfúslega beðnir að hlaupa í skarðið í kvöld, og eru því að spila í þessum skrifuðu orðum, rétt áður en Los Lobos stíga á svið.

Að sögn Halldórs Blúsmanns Bragasonar voru móttökur Norðmanna í dag ákaflega góðar, vel um alla hugsað, gríðarleg stemmning á hátíðinni, sem fram fer á Radisson SAS hótelinu, og aðbúnaður eins og best verður á kosið.  Nojarar kunna ekki aura sinna tal og þótt velmegunin geri það að verkum að þeim finnist ef til vill vanta smá blús í þjóðarsálartetrið, þá taka þeir slaginn með trompi og leggja allt í sölurnar til að gera þessa sjöundu Niðaróshátíð eins vel úr garði og hugsast getur.  Þarna eru stórstjörnur úr öllum áttum, og nægir að nefna auk okkar fólks auðvitað, og Los Lobos, sem á var minnst, alla helstu blúsfrömuði Norðurlanda, Ike Turner, Ladysmith Black Mambazo, Otis Grand með Stórsveit Þrándheims, James Hunter, Howard Tate og fleiri.

RadisonSAS 

Á morgun eru svo aðaltónleikar amerísku blúsdrottninganna og Blue Ice Bandsins, og hér eru þær Zora, Grana' og Deitra með Vinum Dóra á Blúshátíð í Reykjavík 2006. 

Zora, Grana og Deitra á Blúshátíð í Reykjavík 2006 

Kíkið hingað aftur um helgina - hér verður bein lína til Niðaróss. 


On the road

on the road

Hér eru Blue Ice Bandið og Zora Young í Danmörku, í ferð sinni á Blúshátíðina í Árósum: Blúsmaðurinn Dóri, Robbi Fender, Dr. Einstein, B.B. Lightning og Zora.

Nánari fréttir af ferðum blúsfólksins eru í pípunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband