Leita í fréttum mbl.is

Ekki allt búiđ enn

Ţađ er sko ekki allt búiđ enn ţótt dagskrá Blúshátíđar í Reykjavík 2007 sé tćmd.  Eldsnemma í fyrramáliđ halda Zora Young og Blue Ice Bandiđ til Danmerkur og spilar á Djurs Bluesland hátíđinni í Árósum á tónleikum annađ kvöld.

Fréttir af ferđum íslensku blúsmannanna og amerísku dívunnar á erlendri grund og gengi ţeirra á dönsku blúshátíđinni, verđa ađ sjálfsögđu hér á blúsblogginu.


Ljósiđ kemur langt og mjótt

Ţađ má segja ađ ljósiđ hafi veriđ eins konar ţema sálmatónleikanna í Frikirkjunni í kvöld.  Ţađ var líka vel viđ hćfi á ţessum degi.

Brynhildur Björnsdóttir leiddi kvöldiđ međ íslenskum föstusálmum; Nú vil ég enn í nafni ţínu og Ég kveiki á kertum mínum ţar á međal.  Brynhildur hitti fólk í hjartastađ međ sínum tćra, innilega og einlćga söng. Lay Low söng ţrjá andlega söngva, og KK byrjađi sinn hluta á söngnum um hana systur hans: I think of angels.  Já, ţetta voru vasaklútatónleikar.  Ójá, ótrúlega falleg tónlist og góđur söngur.  Á eftir KK söng Andrea og keyrđi upp meira stuđ, enda svakalegur stuđbolti, og lét tónleikagesti hjálpa sér viđ flutninginn.  Andrea söng sálm um ljósiđ sem er alls stađar handan myrkursins. Zora Young átti rest og var guđdómleg. Eins og Brynhildur og Andrea var ljósiđ líka í hennar hjarta: This little light of mine.  Hún söng líka Please send me someone to love, sem er hrikalega fallegt lag um kćrleikann og manngćskuna.  Hún söng auđvitađ margt fleira og ţrćlađi tónleikagestum í gegnum alkunna sálma, eins og He's got the whole world in his hand og fleiri slíka.  Í einum sálminum varđ Zoru um megn, hćtti ađ syngja. Hún var hreinlega hrćrđ af stemmningunni og tilfinningunni í Fríkirkjunni. Í lokin tók ţetta einvala söngvaraliđ eitt lag saman međ Gođsögnum Íslands, sem er alvöru band, skipađ Ásgeiri Óskarssyni, Jóni Rafnssyni, Eđvarđ Lárusyni og Karli Olgeirssyni.

 

Ţađ var frekar rólegt á Domo.  Ungliđarnir í Johnny and the rest voru fínir og sungu blúsinn af lífs og sálar kröftum.  Ţađ var flott ađ sjá kynslóđirnar mćtast ţegar Dóri Braga og síđar Andrea stigu á sviđiđ međ ţeim í nokkrum lögum.  Angela, ameríska blússöngkonan sem býr norđur í landi söng líka nokkur lög.  Johnny and the rest voru nú eiginlega búnir ađ pakka sér saman og á heimleiđ, ţegar einhver púki togađi í ţá aftur upp á sviđ.


Negro Spirituals

Sálmar á Blúshátíđ eru auđvitađ Negro Spirituals, eđa Negrasálmar eins og ţeir eru stundum kallađir á íslensku.

Góđa skemmtun!


Sálmar í Fríkirkjunni í kvöld

Síđustu ár hefur veriđ slegist um síđustu miđana á Sálmatónleikana í Fríkirkjunni.  Ţađ er ţó góđur slatti eftir á tónleikana í kvöld og engin astćđa til ađ örvćnta. Ţar verđa Zora Young, Andrea, Brynhildur Björnsdóttir, KK, Lay Low og Gođsagnir Íslands spila međ ţeim.  Ţessir tónleikar hafa frá upphafi veriđ magnađ niđurlag á Blúshátíđ

Myndir - myndir - myndir !!

Ţorleifur og Bjöggi Gísla

Fullt af flottum myndum komnar inn.  Höfundar eru Júlíus Valsson hirđljósmyndari Blúshátíđar og Kristján Helgason hirđdyravörđur Blúshátíđar.  Hér eru Björgvin Gíslason gítarleikari og Ţorleifur Guđjónsson bassaleikari í Frökkunum, bandi KK á Nordica á ţriđjudagskvöld. Albúmiđ er: Tónleikamyndir, hér til hćgri.


Blúshátíđ í dag - föstudaginn langa

Föstudagurinn langi 6. apríl

Sálmar og Gospel Fríkirkjan í Reykjavík kl 20 - örfáir miđar eftir

• Zora Young, Andrea Gylfadóttir, KK, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Gođsagnir Íslands

Klúbbur Blúshátíđar á Domo frá kl 22

• Lokapartý blúsjamm


Kvennablús í rauđu

Damn your eyesŢriđji í Blúshátíđ liđinn međ enn einum flottum tónleikum á Nordica og góđu blúsdjammi á Domo.

Klassart heitir ungliđabandiđ sem byrjađi á Nordica, systkin frá Sandgerđi og nokkrir strákar međ.  Söngkonan er svakalega efnileg, var í svörtum kjól og rauđum skóm.  Lay Low kom á eftir, og á einu blúsári hefur hún vaxiđ frá ţví ađ vera efnileg, í ţađ ađ vera fullgildur listamađur međ karakter og stíl.

Zora Young og Blue Ice Bandiđ áttu stćrstan hluta kvöldsins.  Zora var toppurinn á ţessu kvennakvöldi og hún er algjörlega toxic. Svona söngur heyrist ekki á Íslandi nema endrum og sinnum - ţađ má treysta ţví ađ hann heyrist á Blúshátíđ.  Og bandiđ bakkađi hana upp fullkomlega. Frábćrt ađ heyra hana syngja bćđi Damn your eyes og Messing with the kid.  Blúsdottningin sagđi ađ ţađ vćri best ađ syngja blús í rauđu - hún var i rauđum kjól.

 

Blúsdjammiđ á Domo var virkilega gott.  Blásarar voru í ađalhlutverkum framan af. Angela, fín blússöngkona sem býr á Norđurlandinu reiđ á vađiđ. Ţví nćst kom Didda á sviđiđ og söng nokkur lög, og svo Andrea, blúsdrottningin okkar.

Afslappađ blúskvöld - mjög notalegt og gott.


Ţćttinum hefur borist bréf!

Blúsmenn međ stút á munniDýri Guđmundsson sendi Blúshátíđ póst: 
   
sćll Dóri
r b brooks á miđvikudagskvöld í hotel nordice er ţađ besta í blues sem eg hef heyrt live.
og hef ég ţó  seđ bćđi stones ( 5sinnum ) og clapton..
amazing ..!
til hamningju međ ţetta !
kve
Dýri

Zora sýndi litlafingur - meira í kvöld

Siggi Kentár og ZoraZora gaf forsmekkinn ađ ţví sem koma skal í kvöld, ţegar hún algjörlega óvćnt tróđ upp á Domo í gćrkvöldi, međ hljómsveit sem í voru nokkrir úr RBB bandinu, Kentárar, Vinir Dóra og kannski fleiri. Hún var auđvitađ bara ćđi.  Algjört ćđi. Rödd ţessarar konu er engu lík.  En fyrst og fremst er list hennar í túlkuninni sem á sér rćtur djúpt í kjarna mannlegrar tilvistar.  Listakona međ stóru ELLI.

Fjórir klukkutímar í konsert, enn til nokkrir miđar. 


Orđlaus!

Kentár á NordicaEinhver óforskammađur spekingur sagđi ađ orđin hefđu veriđ fundin upp til ađ lýsa augnablikum sem ţessum.  Getur ţađ veriđ satt?  Tónleikarnir í gćrkvöldi međ Kentár og Ronnie Baker Brooks og hljómsveit hans voru ţannig móment ađ ađ jafnvel harđsvírađur blúshaus hefur veriđ orđlaus síđan - alla vegar ţar til nú, meir en hálfum sólarhring síđar.

Kentár rúllađi sínu prógrammi upp međ stćl, Matti gítarleikari í banastuđi og Siggi aldrei betri á munnhörpuna.  Ţétt sánd og gott grúv.

Flottur! Carlton ArmstrongSvo komu ţeir.  Ronnie Baker Brooks og bandiđ hans, og ţvílíkt og annađ eins! Ronnie er náttúrutalent, algjört sjarmatröll, og ţađ sem skiptir öllu máli, blúsinn er í honum, hann ER blúsinn.  Ţeir voru ekki lengi ađ taka salinn međ húđ og hári.  Stemmingin var rosaleg. Ný lög og gömul, skipti engu máli hvađ ţađ var.  Innilfuđ spilamennskan hitti fólk beint í hjartađ og greinilega líka mjađmir og axlir, ţví sumir í salnum áttu augljóslega erfitt međ ađ sitja kyrrir og dönsuđu í sćtunum, klöppuđu og stöppuđu og létu öllum illum látum.  Rytmadeildin var stórkostleg.  Bassaleikarinn, Carlton Armstrong var magnađur og hálslangi bassinn eins og lifandi líffćri utan á honum; Jerry Porter snillingur á trommurnar og spilamennskan hjá hljómborđsleikaranum Daryl Coutts var annars heims. Ronnie Brooks toppađi ţetta međ sinni tćru snilli og salurinn lá flatur.  Ţrátt fyrir rafmagnađa stemminguna í salnum, ţurfti ekki meira til en pianissimo spil, og ţađ hefđi mátt heyra saumnál detta á  - já, teppalagt gólfiđ á Nordica. RBB útí sal

Ronnie fór út í sal undir lok tónleikanna og hyllti Zoru Young međ heitum ástaratlotum á gítarinn sinn, var svo kominn upp á borđ, lengst útí sal áđur en yfir lauk.  Í lokin kallađi hann á Dóra Braga međ sér á sviđiđ og ţiđ getiđ bara giskađ hvort ţeir hafi ekki veriđ flottir.Dóri og Ronnie Baker Brooks

Ţađ var engin stemming fyrir ţví ađ hćtta ţegar prógrammiđ var búiđ, salurinn ćpti á meira. RBB lét ađ sjálfsögđu til leiđast og tók einn ţrumandi rokkblús í lokin.

Vonandi koma ţessir snillingar fljótt hingađ aftur.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband